Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að heimildir - 329 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig gæti innganga í ESB haft áhrif á dreifbýl svæði eins og Austurland?

Rannsóknir á áhrifum ESB-aðildar á dreifbýl svæði eru af skornum skammti enn sem komið er en kunna að aukast á næstunni í tengslum við umsókn Íslands. Hægt er að segja fyrir um hvaða svið samfélagsins yrðu helst fyrir áhrifum en erfiðara er að segja fyrir um hve mikil þau yrðu eða hvort þau beri að telja jákvæð eð...

Gilda strangar reglur um aðbúnað í fangelsum í löndum Evrópusambandsins?

Reglur um aðbúnað í fangelsum eru settar af aðildarríkjum ESB. Evrópusambandið hefur ekki laga- eða reglusetningarvald á sviði aðbúnaðar í fangelsum, aðildarríkin fara sjálf með slíkar valdheimildir. Á vettvangi Evrópuráðsins vinna Evrópuríki hins vegar saman að mannréttindavernd. Meðal annars hefur ráðið beitt sé...

Hvað er Þróunarsjóður EFTA?

Í EES-samningnum er kveðið á um fjárhagslegan stuðning EFTA/EES-ríkjanna, Noregs, Íslands og Liechtenstein, við ríki sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og standa illa í efnahagslegu tillit. Í þessum tilgangi var Þróunarsjóður EFTA stofnaður en sjóðurinn starfar eftir fimm ára áætlun hverju sinni. Stuðningu...

Hverjar eru nýjustu breytingarnar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins?

Í júní 2013 voru nýjustu endurbæturnar á sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins kynntar. Þar með lauk löngu viðræðuferli landbúnaðarráðherra sambandsins og írsk stjórnvöld önduðu léttar, enda mikill þrýstingur á þeim að klára viðræðurnar áður en formennskutímabili þeirra í ráðinu lyki. Nýju endurbæturna...

Eru mörg Evrópulönd á móti því að Ísland fái aðild að ESB?

Erfitt er að vita fyrir víst hvort einhver einstök Evrópulönd hafi verið eða séu opinberlega mótfallin aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Móttökur aðildarríkja ESB við umsókn Íslands voru almennt jákvæðar þrátt fyrir deilur Íslands við tiltekin aðildarríki um makrílveiðar og Icesave-reikningana. Þó er vita...

Hvað er lýðræði?

Orðið lýðræði getur annars vegar snúið að því hvernig grunnstofnunum er fyrir komið í samfélaginu og hvernig fólk velur valdhafa eða skiptir um þá. Einnig getur lýðræði snúist um það hvernig taka skuli ákvarðanir í hópi fólks. Í svarinu er einnig fjallað um svonefnt fulltrúalýðræði í samanburði við beint lýðræði. ...

Hvaða Evrópulönd eru ekki í ESB og hvers vegna?

Sérhvert evrópskt ríki, sem virðir grundvallargildi réttarríkisins, frelsi, lýðræði og mannréttindi, − þau sameiginlegu gildi, sem Evrópusambandið (ESB) byggist á - getur sótt um aðild að ESB. Ekkert land verður þó aðili að ESB nema með gagnkvæmu samþykki sínu og sambandsins og að uppfylltum ákveðnum skilyrð...

Er það rétt að auglýsingar á borð við „Veljum íslenskt“ verði bannaðar ef við göngum í ESB?

Nei, Evrópusambandið mun ekki banna auglýsingar eins og spyrjandi nefnir. Ástæðan er sú að slíkar auglýsingar á vegum íslenska ríkisins væru nú þegar óheimilar því að þær mundu brjóta gegn reglunni um frjáls vöruviðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu, sem Ísland tilheyrir nú þegar. Einkaaðilar eru hins vegar að jafn...

Hvaða viðskiptasamningar okkar falla niður við aðild að ESB? Hvaða samningar ESB kæmu í staðinn? Hver yrðu heildaráhrifin?

Ef Ísland gengi í ESB þyrfti að segja upp stofnsáttmála EFTA (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á EFTA og ESB?) og fríverslunarsamningum sem Ísland er aðili að sem EFTA-ríki. Sömuleiðis þyrfti að segja upp tvíhliða fríverslunarsamningum og gera breytingar á öðrum gildandi viðskiptasamningum svo að þeir s...

Hver er byggðastefna Evrópusambandsins?

Tilgangur byggðastefnu (e. Regional Policy) Evrópusambandsins, öðru nafni samheldnistefnu (e. Cohesion Policy), er að draga úr hinum mikla efnahagslega og félagslega mun milli svæða sambandsins með því að bæta hag þeirra svæða sem verst eru sett, eins og kveðið er á um í 174. grein sáttmálans um starfshætti ESB. H...

Verður leyfilegt að flytja inn hross frá öðrum löndum ef við göngum í ESB?

Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hefur Ísland fengið undanþágur frá öllum reglum sem gilda á svæðinu um frjálsa för lifandi dýra til landsins. Í yfirstandandi samningaviðræðum við ESB um aðild að sambandinu er sóst eftir því að þessum undanþágum verði viðhaldið. Rökin fyrir því eru sterk, eins og rakið er nán...

Hvað er tveggja stoða kerfi EES-samningsins?

Stofnanalegum samskiptum fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins er gjarnan lýst sem tveggja stoða kerfi. Önnur stoðin er samsett úr stofnunum EFTA en hin úr stofnunum ESB. Á milli stoðanna tveggja eru sameiginlegar stofnanir samningsaðilanna sem eru vettvangur samstarfs...

Mundi ESB-aðild breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska fiskveiðilögsögu? Hefði verið betra eða verra í núverandi makríldeilu að vera aðili að ESB?

Svarið við fyrri spurningunni er já. Aðild að Evrópusambandinu mundi breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýir fiskistofnar tækju að ganga inn í íslenska lögsögu. Það á jafnt við ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska lögsögu úr lögsögu aðildarríkis Evrópusambandsins, úr lögsögu ríkis utan Evrópusambandsins (oft...

Hafa öll aðildarríki ESB kosið í lýðræðislegri kosningu um aðild að ESB?

Þjóðaratkvæðagreiðslur um aðild að Evrópusambandinu hafa verið haldnar í 15 aðildarríkjum af 28. Aðild hefur einnig farið í þjóðaratkvæði í Bretlandi, Grænlandi, Álandseyjum og Noregi (í tvígang). Ekki voru haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur í stofnríkjunum sex né í Grikklandi, Spáni, Portúgal, Kýpur, Búlgaríu og Rúme...

Hvaða borgaralegu réttindi eru í húfi vegna hugsanlegrar inngöngu í ESB?

Hér fyrir neðan er seinni hluti svarsins við spurningunni Getur verið að umræðan um ESB hafi það markmið að ræna Íslendinga borgaralegum réttindum og gera þá að þegnum í hinu nýja heimsveldi? Við mælum með því að lesendur lesi fyrri hlutann fyrst. *** Stundum er sagt að ESB sé ekki lýðræðislegt samband heldu...

Leita aftur: