Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að heimildir - 332 svör fundust
Niðurstöður

Af hverju sækir Ísland ekki um aðild að NAFTA í staðinn fyrir ESB?

Af tveimur ástæðum er ólíklegt að íslensk stjórnvöld komi til með að sækja um aðild eða einhvers konar aukaaðild að Fríverslunarsamningi Norður-Ameríku. Annars vegar eru það skýrar kröfur Bandaríkjanna um niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum, sem gera það að verkum að erfitt yrði að ná samningum sem samræmdus...

Þyrftum við að keyra allt rusl frá Hornafirði til Reykjavíkur og urða það þar ef við göngum í ESB?

Á grundvelli EES-samstarfsins innleiðir Ísland alla löggjöf á sviði umhverfismála sem falla innan sviðs þess. Það á einnig við um úrgangsmál sem lúta algerlega regluverki ESB. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið mundi það eitt ekki leiða til breytinga á reglum um sorpvinnslu á Íslandi þar sem reglurnar eru nú þegar ...

Hvernig eru lögin á Íslandi í sambandi við litmerkibyssur og hvernig eru þau á Norðurlöndunum og hjá Evrópusambandinu?

Á Íslandi gilda reglur um litmerkibyssur (e. paintball guns eða markers) sem settar voru af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 26. júní árið 2000. Reglurnar taka meðal annars til þess hvar megi nota litmerkibyssur, hverjir megi nota þær og hvernig vörslu þeirra skuli háttað. Á hinum Norðurlöndunum er að finna svipaðar...

Hvert er hlutverk Catherine Ashton innan ESB?

Catherine Ashton gegnir hlutverki æðsta fulltrúa Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum (e. High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy, HR). Hún er þess vegna eins konar utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Embættið var fyrst kynnt til sögunnar í Amsterdam-sáttmálanum árið 199...

Eru Króatar fylgjandi þjóðernishreinsunum undir vissum kringumstæðum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru vísbendingar um að almenningur í Króatíu telji þjóðernishreinsanir nauðsynlegar undir vissum kringumstæðum, sbr. viðbrögð þegar Gótóvína hershöfðingja var sleppt úr fangelsi alþjóðastríðsglæpadómstólsins? Orðið þjóðernishreinsanir er siðferðislegt hugtak en ekki lagaleg...

Hvað felst í landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, CAP?

Skammstöfunin CAP stendur fyrir Common Agricultural Policy eða Sameiginlega landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Hún var frá upphafi einn af hornsteinum sambandsins og fyrsta stefnumótunarverkefnið sem var alfarið á forsvari þess. Undir hana féll lengi vel mikill hluti af útgjöldum sambandsins. Jafnframt hefur þet...

Er ríkisaðstoð til sjávarútvegs leyfileg innan ESB?

Regluverk Evrópusambandsins bannar að mestu ríkisstyrki sem geta haft áhrif á viðskipti milli aðildarríkja þess með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni innan innri markaðar ESB. Ákveðnar undanþágur eru veittar ef inngrip r...

Hver er munurinn á varanlegum undanþágum og sérlausnum í samningaviðræðum við ESB, í lagalegum skilningi?

Undanþágur og sérlausnir eru ekki lagaleg hugtök í sjálfu sér og á þeim er enginn sérstakur munur í lagalegum skilningi. Í reynd má segja að sérlausnir séu ein tegund undanþága. *** Til grundvallar viðræðum um aðild að Evrópusambandinu liggja réttarreglur sambandsins (fr. acquis communautaire). Meginreglan e...

Er ekki rétt skilið að tollar á vörum milli ESB-ríkja falla niður við inngöngu í ESB, til dæmis þegar vara er pöntuð á Netinu?

Jú, þetta er rétt skilið. Innflutningstollar á vörum sem fluttar eru inn til landsins frá ESB-ríkjum mundu falla niður við aðild Íslands að ESB, það er að segja þeir tollar sem ekki hafa verið afnumdir nú þegar með EES-samningnum. Þetta gildir hvort sem vörurnar eru pantaðar á Netinu, í gegnum síma eða einstakling...

Hver er réttarstaða innflytjanda í ESB sem er giftur Íslendingi?

Innflytjandi frá þriðja ríki sem er giftur ríkisborgara aðildarríkis ESB eða EES hefur samsvarandi rétt til frjálsrar farar og dvalar á Evrópska efnahagssvæðinu og maki, en réttur hans er þó háður rétti makans. Viðkomandi þarf alla jafna ekki að sækja um dvalarleyfi í aðildarríkjunum en til að dvelja lengur en þrj...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög?

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál?

ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...

Mun áfengisverð lækka ef við göngum í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess. Núgildandi íslenskar reglur um álögur á áfengi eru í samræmi við reglur Evrópusambandsins og mundi áfengisverð því ekki lækka af þeim sökum. Þá eru allar líkur taldar á því að Ísland gæti samið um að viðhalda ríkiseinkasölu á áfengi, á grundvelli fordæma sem gefin voru í aðildarvið...

Hver var niðurstaða skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál með tilliti til þess hvort það sé hægt eða skynsamlegt að taka einhliða upp erlenda mynt?

Með tilliti til ofangreindrar spurningar var niðurstaða skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldmiðils- og gengismál sú að hægt er að taka einhliða upp erlenda mynt og það á frekar skömmum tíma. Hins vegar telja skýrsluhöfundar að einhliða upptaka annars gjaldmiðils sé ekki skynsamlegur valkostur fyrir Ísland. *** ...

Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um fjármálaþjónustu?

Samningskaflinn um fjármálaþjónustu heyrir að öllu leyti undir EES-samninginn og Ísland innleiðir því lög og reglugerðir kaflans með reglubundnum hætti. Í samningsafstöðu sinni samþykkir Ísland regluverk kaflans og segist búa yfir fullnægjandi stofnanakerfi til framkvæmdar hans en fer fram á eina aðlögun. Nánar ti...

Leita aftur: