Hverjir ákveða samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið?
Spyrjandi
Jón Lorange
Svar
Í desember 2009 skipaði utanríkisráðherra tíu samningahópa til að annast undirbúning aðildarviðræðna við ESB á einstökum samningssviðum. Í hverjum hópi er formaður og auk hans fulltrúar ráðuneyta og stofnana, hagsmunaaðila, félagasamtaka og háskólasamfélagsins, alls yfir 200 manns í þessum 10 hópum. Hlutverk hópanna felst einkum í að fara yfir regluverk Íslands og ESB (rýnivinna, e. screening process), undirbúa tillögur um samningsafstöðu Íslands, ræða við ESB um samningsafstöðuna og móta hana nánar eftir því sem viðræðunum vindur fram. Í samninganefnd Íslands eiga sæti allir formenn samningahópanna tíu, Stefán Haukur Jóhannesson aðalsamningamaður Íslands, sem stýrir nefndinni, auk sjö annarra nefndarmanna. Nefndin hefur það hlutverk að vera aðalsamningamanni til ráðgjafar og stuðnings í samningaviðræðunum. Henni er ætlað að fjalla um samningsafstöðu Íslands í viðræðunum á grundvelli tillagna samningahópanna og hún á jafnframt að vera upplýsinga- og samráðsvettvangur formanna einstakra samningahópa.Hver eða hverjir ákveða samningsafstöðu eða samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið?Heimildir og mynd:
- Álit meirihluta utanríkismálanefndar með þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að Evrópusambandinu
- Erindisbréf samninganefndar Íslands
- Evrópuvefur utanríkisráðuneytisins
- Heimasíða utanríkismálanefndar Alþingis
- Mynd sótt á vef utanríkisráðuneytisins www.vidraedur.is 28. júní 2011
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur28.6.2011
Flokkun:
Efnisorð
aðildarviðræður samningsmarkmið ESB-aðild samningahópar regluverk rýnivinna samningsafstaða samninganefnd aðalsamningamaður samráðsferli utanríkismálanefnd samráðshópur hagsmunaaðilar
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Hverjir ákveða samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið?“. Evrópuvefurinn 28.6.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60088. (Skoðað 13.10.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins