Spurning

Reglur um athugasemdir á Evrópuvefnum

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Tilgangur Evrópuvefsins er, samkvæmt þjónustusamningi, að veita hlutlægar upplýsingar um Evrópusambandið og Evrópumál. Jafnframt viljum við gjarnan stuðla að skynsamlegri umræðu og bjóðum hana velkomna.

Málefnalegar athugasemdir við einstök svör, undir fullu nafni, eru velkomnar á Evrópuvefnum. Þær verða birtar eftir að starfsfólk vefsins hefur farið yfir þær með tilliti til stafsetningar, málfars og fleiri þátta.

Einnig munum við breyta svörum til betri vegar, leiðrétta eða skýra betur, eftir því sem athugasemdir gefa tilefni til, og þá geta þess í lok svarsins.

Rökleysur, stóryrði eða persónulegar árásir á einstaka menn (lat. "ad hominem") eða ef til vill hópa verða hins vegar ekki birtar á vefsetrinu; slíkt verða menn að birta annars staðar.

Þessum texta var síðast breytt 05.03.13.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur22.6.2011

Flokkun:

Tilvísun

Evrópuvefur. „Reglur um athugasemdir á Evrópuvefnum“. Evrópuvefurinn 22.6.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60072. (Skoðað 20.7.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela