Spurning
Helstu sáttmálar ESB
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Parísar-sáttmálinn (Paris Treaty) frá 1952 lagði grunninn að stofnun Kola- og stálbandalagsins. Markmiðið var að koma í veg fyrir hernað og draga úr spennu á milli aðildarríkja þess eftir seinni heimsstyrjöldina. Rómarsáttmálarnir (Rome Treaties) frá árinu 1958 lögðu grunninn að stofnun Efnahagsbandalags Evrópu og Kjarnorkubandalags Evrópu. Efnahagssamstarf aðildarríkjanna var aukið og átti ekki lengur einungis við um viðskipti með kol og stál.Yfirlit yfir þróun sáttmála og skipulags ESB. Smellið til að stækka myndina
Brussel-sáttmálinn (Brussels Treaty) eða Samrunasáttmálinn (Merger Treaty) var samþykktur árið 1967 en með honum voru bandalögin þrjú, EBE, Euratom og Kola- og stálbandalagið, færð undir einn hatt í stofnanalegu tilliti. Uppfrá því starfaði ein sameiginleg Framkvæmdastjórn og eitt Ráð í þjónustu Evrópubandalaganna (European Communities). Einingarlög Evrópu (Single European Act) tóku gildi árið 1987. Þau styrktu innri markaðinn, innleiddu heitið Efnahagsbandalag Evrópu formlega og lögðu grunn að samstarfi í utanríkis- og öryggismálum. Einnig fólust í þeim breytingar á reglum um ákvarðanatöku, til dæmis um atkvæðagreiðslur með auknum meirihluta í stað neitunarvalds. Maastricht-sáttmálinn (Maastricht Treaty, einnig oft nefndur Treaty on European Union) var undirritaður í hollensku borginni Maastricht árið 1992 og tók gildi ári síðar. Oft talinn eitt stærsta skrefið í átt til samruna í Evrópu hingað til. Fól í sér meðal annars tímaáætlun um innleiðingu evrunnar og yfirlýsingu um samvinnu í utanríkis- og öryggismálum. Amsterdam-sáttmálinn (Amsterdam treaty) frá 1997 milli aðildarríkja ESB, fjallar um sitthvað sem vantaði í Maastricht-samninginn og eykur til dæmis völd og áhrif Evrópuþingsins frá því sem áður var. Nice-sáttmálinn (Nice Treaty) var samþykktur árið 2000 en tók ekki gildi fyrr en árið 2003 þegar Írar höfðu samþykkt hann. Greiddi götuna fyrir stækkunina sem var í vændum og kvað á um fulltrúafjölda í ráðherraráðinu og á Evrópuþinginu. Lissabon-sáttmálinn (Lisbon Treaty) tók gildi árið 2009 eftir að Írar höfðu fellt hann árið 2008 en samþykkt hann síðan eftir breytingar. Sáttmálinn kom í stað stjórnarskrár sem Frakkar og Hollendingar felldu í þjóðaratkvæði árið 2005. Að formi til fjallar sáttmálinn um breytingar á Rómar- og Maastricht-sáttmálunum. Að efni til treystir hann innviði sambandsins og eykur áhrif ráðherraráðs og Evrópuþings á kostnað framkvæmdastjórnar. Þá leggur hann grunninn að sameiginlegri utanríkisþjónustu ESB og stofnun embættist forseta leiðtogaráðsins og utanríkismálastjóra. Mynd
Þórhildur Hagalín, 2011: Skýringarmynd af þróun og skipulagi Evrópusambandsins. Með hliðsjón af en.wikipedia.org - Template: EU evolution timeline.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur22.6.2011
Flokkun:
Efnisorð
Tilvísun
Evrópuvefur. „Helstu sáttmálar ESB“. Evrópuvefurinn 22.6.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=59997. (Skoðað 14.9.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela