Hvað er Borgarafrumkvæði Evrópu (ECI) og hvaða breytingar mun það hafa í för með sér?
Spyrjandi
Jökull Torfason, f.1991
Svar
Með Lissabon-sáttmálanum tóku gildi ákvæði um svonefnt Borgarafrumkvæði Evrópu (European Citizen Initiative; ECI). Samkvæmt þeim getur ein milljón ríkisborgara ESB frá í það minnsta sjö aðildarríkjum sambandsins óskað eftir því við framkvæmdastjórn þess að hún leggi fram, innan ramma valdheimilda sinna, hvers konar viðeigandi tillögu varðandi málefni þar sem borgararnir telja að réttarheimild ESB þurfi til framkvæmdar sáttmálum þess.Reglugerðin segir einnig til um lágmarksfjölda undirskrifta frá hverju aðildarríki til að ríkið teljist með gagnvart frumkvæðinu. Lágmarkið byggist að hluta til á íbúafjölda í viðkomandi ríki. Þannig þurfa undirskriftir frá Þýskalandi, stærsta ríki sambandsins, að vera minnst 74.250 til að teljast gildar en undirskriftir frá Möltu, minnsta ríki sambandsins, þurfa að vera minnst 3.750 talsins. Lágmarksfjöldinn er reiknaður þannig að fjöldi þingmanna viðkomandi ríkis á Evrópuþinginu er margfaldaður með 750. Sjá fjölda þingmanna fyrir hvert ríki í svari við spurningunni Hversu margir þingmenn sitja á þingi Evrópusambandsins (ESB)? Smáríki hafa hlutfallslega fleiri þingmenn á Evrópuþinginu en stærri ríkin og þurfa því að safna hlutfallslega fleiri undirskriftum. Viðeigandi stofnun í hverju ríki þarf að staðfesta undirskriftirnar. Þegar 300 þúsund undirskriftum hefur verið safnað metur framkvæmdastjórnin hvort öllum skilyrðum hafi verið fullnægt (e. admissibility check). Ef það mat reynist jákvætt getur nefndin haldið áfram að safna undirskriftum og lagt þær síðan inn til framkvæmdastjórnarinnar sem hefur þá þrjá mánuði til að rannsaka frumkvæðið og ákveða hvernig hún ætlar að bregðast við. Lágmarksaldur þátttakenda í borgarlegu frumkvæði er 18 ár. Hægt verður að skrá borgalegt frumkvæði hjá framkvæmdastjórninni frá 1. apríl 2012. Þannig má gera ráð fyrir að afstaða til fyrstu frumkvæðisaðgerðanna verði tekin í fyrsta lagi í kringum haustið 2012. Líklegt þykir að stéttarfélög, frjáls félagasamtök og hagsmunasamtök ýmis konar, þá einna helst þau sem eru starfrækt innan margra ESB-ríkja, muni eiga bestu möguleikana á að uppfylla skilyrði borgaralegs frumkvæðis. Heimildir og mynd:
- ">Heimasíða Evrópuþingsins: Citizens' initiative: Agreement reached Monday evening
- Samsteypt útgáfa sáttmálans um Evrópusambandið, II. bálkur, 11. grein, bls. 21
- Samsteypt útgáfa sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, 24.grein, bls. 58
- Heimasíða framkvæmdastjórnar ESB, skrifstofu framkvæmdastjóra: Borgarafrumkvæði
- "> Heimasíða Borgarafumkvæðis Evrópu
- Euroactive: The European Citizens' Initiative
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um Borgarafrumkvæði
- Mynd sótt 12. júlí 2011 af heimasíðu Borgarafrumkvæðis Evrópu
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur15.7.2011
Flokkun:
Efnisorð
löggjafarferli ESB lýðræði Borgarafrumkvæði Evrópu borgaralegt frumkvæði ECI European Citizen Initiative undirskriftasöfnun citizens? initiative committee
Tilvísun
Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Hvað er Borgarafrumkvæði Evrópu (ECI) og hvaða breytingar mun það hafa í för með sér?“. Evrópuvefurinn 15.7.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60224. (Skoðað 9.11.2024).
Höfundur
Vilborg Ása Guðjónsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og verkefnastjóri á Evrópuvef
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Þessi útfærsla af borgaralegu frumkvæði gerir lítið til að rétta af lýðræðishalla Evrópusambandsins.
Í fyrsta lagi þarf að safna svo mörgum skriflegum undirskriftum (1 milljón) að það er ekki á færi neinna borgara að fjármagna og skipuleggja það verk. Jafnvel þótt það takist að safna 1 milljón undirskrifta frá sjö ríkjum í réttum hlutföllum - þá hefur framkvæmdastjórnin fullkomið sjálfdæmi í því hvort hún tekur málið fyrir. Einfalda svarið við spurningunni er því miður svona: Borgarafrumkvæði hefur engar breytingar í för með sér.