Var gert hlé á aðildarviðræðum Íslands og ESB eða var þeim slitið? Stundum finnst manni það óljóst í umræðunni.
Spyrjandi
N.N.
Svar
Stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum mælir fyrir um að hlé sé gert á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og úttekt gerð á stöðu viðræðanna og þróun mála innan ESB. Þá verði aðildarviðræður ekki hafnar aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu en hvort og hvenær hún á að fara fram er óljóst. Aðildarumsóknin hefur ekki verið dregin til baka og framkvæmdastjórn ESB lítur enn á Ísland sem umsóknarríki enda hefur aðildarviðræðum ekki verið formlega slitið. Tvö fordæmi eru fyrir því að umsóknarríki hafi gert hlé á aðildarviðræðum sínum við sambandið, Malta og Sviss.Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu (bls 11).Á fundi með Stefan Füle stækkunarstjóra Evrópusambandsins þann 13. júní 2013 tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins yrði ekki haldið áfram undir stjórn núverandi ríkisstjórnar. Í septembermánuði leysti ráðherra samninganefnd og samningahópa vegna aðildarviðræðna við ESB formlega frá störfum. Í ræðu ráðherra frá 12. september 2013 kemur fram að hlé hafi verið gert á aðildarviðræðunum. Aðildarumsókn Íslands að sambandinu hefur ekki verið afturkölluð, en slík ákvörðun þarf samþykki Alþingis.
- Munnleg skýrsla utanríkisráðherra um evrópumál 12.september 2013 - Alþingi.is. (Skoðað 07.11.2013).
- Af ESB, IPA og þjóðaratkvæðagreiðslu - gunnarbragi.is. (Skoðað 07.11.2013).
- Utanríkisráðherra fundar með Stefan Füle - vidraedur2009-2013.is (Skoðað 07.11.2013).
- Gunnar segir engin viðræðuslit án aðkomu Alþingis - mbl.is. (Skoðað 07.11.2013).
- Umsóknin hefur ekki verið afturkölluð - mbl.is. (Skoðað 07.11.2013).
- Gunnar Bragi Sveinsson og Stefan Füle - ec.eruopa.eu. (Sótt 07.11.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 8.11.2013
Flokkun:
Efnisorð
ESB aðildarumsókn Ísland Evrópusambandið aðildarviðræður Gunnar Bragi Sveinsson Stefan Füle Hagfræðistofnun Háskóla Íslands framkvæmdastjórn ESB þjóðaratkvæðagreiðsla hlé slitið samningarnefnd samningahópar
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Var gert hlé á aðildarviðræðum Íslands og ESB eða var þeim slitið? Stundum finnst manni það óljóst í umræðunni.“. Evrópuvefurinn 8.11.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66253. (Skoðað 9.12.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Er hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks og annað?
- Mun Ísland þurfa að borga til baka IPA-styrkina eftir að hafa gert hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið?
- Hversu leiðinlegt væri það ef við mundum klára aðildarsamning við ESB og þjóðin mundi hafna honum í þjóðaratkvæðagreiðslu?
- Hvernig virkar aðildarferlið ef Ísland mundi ganga í ESB?
- Gæti samninganefnd Íslands samið um að hingað yrði ekki flutt inn lambakjöt frá Evrópu gengi Ísland í Evrópusambandið?
- Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?
- Hvernig vitum við að ESB mundi ekki bara ráðast á auðlindir okkar ef við göngum í ESB?
- Er einhverjum fulltrúa í samninganefnd Íslands gert að huga sérstaklega að réttindum minnihlutahópa?
- Hver eru rökin fyrir því að hætta við aðildarumsóknina áður en við sjáum aðildarsamninginn?
- Er einhver ástæða fyrir því að einstakir kaflar eru opnaðir á undan öðrum í samningaviðræðum ESB og Íslands? Hvers vegna á til dæmis enn eftir að opna veigamikla kafla, svo sem um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál?
- Eru einhver tímamörk á aðildarviðræðunum eða geta þær verið "endalausar"?