Hafa einhver ríki afturkallað umsókn að ESB áður en aðildarferlinu lýkur?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Til þessa hefur ekkert umsóknarríki formlega slitið aðildarviðræðum við Evrópusambandið eftir að hið eiginlega aðildarferli hófst. Öllum aðildarviðræðum hefur verið lokið með undirritun aðildarsamnings, burt séð frá því hvort ríkin hafi síðan ákveðið að gerast aðili að sambandinu eða ekki. Nokkur dæmi eru þó um að ríki hafi dregið aðildarumsóknir sínar til baka áður en aðildarviðræður hófust. Noregur, Írland og Danmörk drógu til dæmis aðildarumsóknir sínar til baka árið 1963 og aftur árið 1967. Það gerðist í kjölfar þess að þáverandi Frakklandsforseti, Charles De Gaulle, beitti neitunarvaldi gegn umsókn Bretlands. Vegna sterkra efnahagslegra tengsla við Bretland sáu ríkin þrjú ekki ástæðu til að halda umsókn sinni til streitu ef Bretar fengju ekki að ganga í sambandið.- Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál 2013. (Skoðað 15.03.2013).
- Malta og Sviss einu löndin sem hafa gert hlé á ESB viðræðum - Vísir.is. (Skoðað 15.03.2013).
- Norway and the EU - Historical Overview 2009. (Skoðað 15.03.2013).
- Bjarni Benediktsson og Štefan Füle - ec.europa.eu. (Sótt 15.03.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur15.3.2013
Flokkun:
Efnisorð
ESB aðildarviðræður Íslands og ESB viðræður Noregur Írland Danmörk draga aðildarumsókn Íslands til baka hlé á aðildarviðræðum umsóknarríki úrsögn
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hafa einhver ríki afturkallað umsókn að ESB áður en aðildarferlinu lýkur?“. Evrópuvefurinn 15.3.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64746. (Skoðað 6.12.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hver eru rökin fyrir því að hætta við aðildarumsóknina áður en við sjáum aðildarsamninginn?
- Eru einhver tímamörk á aðildarviðræðunum eða geta þær verið "endalausar"?
- Hversu langan tíma að meðaltali tóku aðildarviðræður ríkjanna í ESB?
- Er kostnaður Íslands í samningaferli við ESB einhver eða borgar ESB fyrir ferlið?
- Er einhver ástæða fyrir því að einstakir kaflar eru opnaðir á undan öðrum í samningaviðræðum ESB og Íslands? Hvers vegna á til dæmis enn eftir að opna veigamikla kafla, svo sem um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál?
- Hvernig vitum við að ESB mundi ekki bara ráðast á auðlindir okkar ef við göngum í ESB?
- Hversu margir íslenskir embættismenn starfa á vettvangi Evrópumála í tengslum við EES-samninginn? Hver yrði heildarfjölgun starfsmanna, ef Ísland gengi í ESB?
- Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?