Verður leyfilegt að flytja inn hross frá öðrum löndum ef við göngum í ESB?
Spyrjandi
Helena Kristinsdóttir
Svar
Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hefur Ísland fengið undanþágur frá öllum reglum sem gilda á svæðinu um frjálsa för lifandi dýra til landsins. Í yfirstandandi samningaviðræðum við ESB um aðild að sambandinu er sóst eftir því að þessum undanþágum verði viðhaldið. Rökin fyrir því eru sterk, eins og rakið er nánar í megintexta svarsins hér á eftir, en landfræðileg einangrun landsins hefur leitt af sér búfjárstofna sem eru viðkvæmir fyrir innfluttum smitsjúkdómum og því sérstakrar verndar þurfi.- Langvarandi einangrun íslenskra búfjárstofna meðal annars vegna legu landsins og strangra innflutningsreglna sem hafa leitt til þess að hér á landi finnast tiltölulega fáir dýrasjúkdómar miðað við önnur lönd.
- Það er mikið hagsmunamál íslensks landbúnaðar að koma í veg fyrir frjálsan innflutning á lifandi dýrum, þar sem slíkur innflutningur gæti haft áhrif á þá heilbrigðisstöðu sem íslensk búfjárrækt býr við í dag. Búfjársjúkdómar sem eru landlægir erlendis og falla ekki undir kvæði um skimun í gerðum um verslun með dýr gætu jafnframt borist til landsins.
- Hér á landi eru sérstök kyn nautgripa, hesta, sauðfjár og geita, sem æskilegt er að halda sem hreinum stofnum. Frjáls innflutningur lifandi dýra gæti raskað verulega stöðu einstakra dýrategunda hvað varðar hreinleika stofnanna. Það er skylda stjórnvalda í hverju ríki að gæta þess að viðhalda fjölbreyttum og hreinum dýrastofnum. Ríkisstjórn Íslands hefur skrifað undir samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og í gildi er reglugerð nr. 151/2005 um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. Reglugerð þessi er sett með skírskotun til samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Samkvæmt ákvæðum samningsins skuldbinda þjóðir heimsins sig til að vernda og viðhalda erfðaauðlindum, bæði í villtum og ræktuðum tegundum. Litið er á líffræðilega fjölbreytni sem sameiginlega auðlind alls mannkyns. Jafnframt er lögð áhersla á umráðarétt þjóða yfir eigin erfðaauðlindum og þar með ábyrgð á verndun þeirra.
- Samningahópur EES I um aðild Íslands að ESB: Greinargerð til aðalsamninganefndar um dýraheilbrigði.
- Meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.
- Mynd sótt á de.wikipedia.org - Islandpferd, 23.11.2011.
Mig langar að vita hvernig staðið verður að innflutningi hrossa ef við göngum í Evrópubandalagið, verður landið opnað fyrir innflutningi?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur25.11.2011
Efnisorð
ESB EES innflutningur hestar hross dýraheilbrigði dýrasjúkdómar lifandi dýr dýraafurðir samningaviðræður undanþága
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Verður leyfilegt að flytja inn hross frá öðrum löndum ef við göngum í ESB?“. Evrópuvefurinn 25.11.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61241. (Skoðað 18.9.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins