Spurning
Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB?
Spyrjandi
Helgi Már Reynisson
Svar
Nei, veiðar á lóu og spóa yrðu ekki sjálfkrafa leyfðar þótt Ísland yrði aðili að ESB. Báðar tegundirnar eru á lista yfir þær tegundir sem aðildarríkjunum er heimilt að leyfa veiðar á og eru taldar upp í viðauka við svonefnda fuglatilskipun. Aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en tilskipunin krefst. Veiðar á lóu og spóa eru bannaðar á Íslandi og aðild að ESB mundi engu breyta um það bann. Veiðarnar verða áfram bannaðar nema íslensk stjórnvöld ákveði annað.![]() |
![]() |
- Samningahópur EES II um aðild Íslands að ESB, 2010: Greinargerð til aðalsamninganefndar um umhverfismál.
- Mynd af lóu sótt á is.wikipedia.org - heiðlóa, 28.11.2011.
- Mynd af spóa sótt á aves.is, 28.11.2011.
Það er vitað að hvalveiðum er sjálfhætt gangi Ísland í ESB. Nú eru veiðar á ýmsum öðrum dýrum, þar á meðal lóu og spóa, leyfðar í sumum löndum ESB. Má búast við að veiðar á þessum fuglum verði leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur28.11.2011
Flokkun:
Efnisorð
ESB veiðar skotveiðar lóa spói fuglar fuglatilskipunin vernd friðun
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB?“. Evrópuvefurinn 28.11.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61157. (Skoðað 22.4.2018).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvaða áhrif myndi aðild að ESB hafa á heimildir til skotveiða á Íslandi?
- Verður leyfilegt að flytja inn hross frá öðrum löndum ef við göngum í ESB?
- Hvernig er staðið að því að veita heimild til veiða á tiltekinni friðaðri fuglategund í ákveðnu ríki? Gætu Bretar til dæmis beitt neitunarvaldi gegn lundaveiðum af tilfinningalegum ástæðum?
- Ég sat í veiðikofa um daginn eftir rólegan rjúpnadag og þá var fullyrt að við inngöngu í ESB mundu veiðar á rjúpu og svartfugli verða bannaðar. Er þetta rétt?
Við þetta svar er engin athugasemd Skrifa athugasemd
Fela
Reglur um birtingu athugasemda