Hvaða áhrif myndi aðild að ESB hafa á heimildir til skotveiða á Íslandi?
Spyrjandi
Arne Sólmundsson
Svar
Um vernd villtra fugla er fjallað í svokallaðri fuglatilskipun Evrópusambandsins nr. 2009/147. Markmið tilskipunarinnar er að tryggja vernd allra fuglategunda sem eiga náttúruleg heimkynni á yfirráðasvæði aðildarríkja ESB. Hvert aðildarríki skal tryggja að stofnstærðir tegunda séu ásættanlegar og grípa til ráðstafana ef svo er ekki. Hvert aðildarríki skal tryggja varðveislu, viðhald og endurheimt búsvæða og vistgerða fyrir allar fuglategundir, meðal annars með neti verndaðra svæða. Sérstaka áherslu skal leggja á tegundir sem taldar eru þurfa sérstakar verndarráðstafanir og skráðar eru í viðauka við tilskipunina.Meiri hlutinn leggur áherslu á að við mótun samningsmarkmiða á þessu sviði verði sérstaklega metið hvernig halda megi opnum möguleikum að halda veiðum áfram, með vísan til aldalangrar hefðar. Meiri hlutinn telur mikilvægt að samningamenn gæti sérstaklega að þessum þáttum og stefnt verði að því að forræði þessara mála verði sem mest í höndum íslenskra stjórnvalda.Mynd sótt 8.9. 2011 á de.wikipedia.org. Upphafleg spurning:
Með hvaða hætti munu núverandi lög og tilskipanir ESB hafa bein áhrif á heimildir til skotveiða á Íslandi, eru t.d. ákveðnar dýrategundir friðaðar sérstaklega sem heimilt er að veiða hér við/á land(i)?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 8.9.2011
Efnisorð
skotveiðar ESB-aðild vernd villtir fuglar fuglategundir stofnstærðir veiðibann sölubann veiðitímabil veiðiaðferðir samningsmarkmið aðildarsamningur hefð
Tilvísun
Sigrún Ágústsdóttir. „Hvaða áhrif myndi aðild að ESB hafa á heimildir til skotveiða á Íslandi?“. Evrópuvefurinn 8.9.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60087. (Skoðað 13.10.2024).
Höfundur
Sigrún Ágústsdóttirlögfræðingur hjá Umhverfisstofnun
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hver er munurinn á varanlegum undanþágum og sérlausnum í samningaviðræðum við ESB, í lagalegum skilningi?
- Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB?
- Ég sat í veiðikofa um daginn eftir rólegan rjúpnadag og þá var fullyrt að við inngöngu í ESB mundu veiðar á rjúpu og svartfugli verða bannaðar. Er þetta rétt?
- Eru refa- og minkaveiðar ólöglegar samkvæmt reglum ESB?