Ég sat í veiðikofa um daginn eftir rólegan rjúpnadag og þá var fullyrt að við inngöngu í ESB mundu veiðar á rjúpu og svartfugli verða bannaðar. Er þetta rétt?
Spyrjandi
Haraldur Dean Nelson
Svar
Hugsanleg innganga Íslands í ESB mun engu breyta um veiðar á rjúpu hér á landi. Öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins er heimilt að leyfa veiðar á rjúpu á yfirráðasvæði sínu en aðildarríki hafa leyfi til að kveða á um strangari verndarákvæði. Íslensk stjórnvöld gætu þess vegna áfram ákveðið hvort og hvenær veiðar á rjúpu væru leyfðar. Þær tegundir svartfugla sem heimilt er að veiða á Íslandi eru alfriðaðar í Evrópusambandinu. Vilji stjórnvöld óbreytt fyrirkomulag veiða á þessum tegundum, ef til aðildar Íslands að sambandinu kæmi, þyrftu þau að semja um það í viðræðunum við ESB.- Álit meirihluta utanríkismálanefndar með þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að Evrópusambandinu
- Samningahópur EES II um aðild Íslands að ESB, 2010: Greinargerð til aðalsamninganefndar um umhverfismál.
- Mynd af rjúpu sótt á www.aves.is, 7.12.11.
- Mynd af lunda sótt á is.wikipedia.org - Lundi, 7.12.11.
Ég sat í veiðikofa um daginn eftir rólegan rjúpnadag og var að ræða við félaga mína um ESB. Sjálfur er ég mjög hlynntur því að fá að kjósa um ESB aðild og því að aðildarviðræður við sambandið verði kláraðar. En eitt kom upp í þessum samræðum sem ég vil spyrja um. Þarna var fullyrt við mig að við inngöngu í ESB myndu allar veiðar á fuglum (rjúpu og svartfugli) verða bannaðar. Er þetta rétt?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 7.12.2011
Efnisorð
ESB fuglar veiðar skotveiðar vernd villtir fuglar rjúpur svartfugl álka langvía stuttnefja teista lundi net háfur
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Ég sat í veiðikofa um daginn eftir rólegan rjúpnadag og þá var fullyrt að við inngöngu í ESB mundu veiðar á rjúpu og svartfugli verða bannaðar. Er þetta rétt?“. Evrópuvefurinn 7.12.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61415. (Skoðað 13.10.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB?
- Hvaða áhrif myndi aðild að ESB hafa á heimildir til skotveiða á Íslandi?
- Verður leyfilegt að flytja inn hross frá öðrum löndum ef við göngum í ESB?
- Hvernig er staðið að því að veita heimild til veiða á tiltekinni friðaðri fuglategund í ákveðnu ríki? Gætu Bretar til dæmis beitt neitunarvaldi gegn lundaveiðum af tilfinningalegum ástæðum?
Hér er talað um að tegundir séu alfriðaðar og að sækja þurfi um heimild [undanþágu] til að fá að halda veiðum áfram.
Hvernig fer þetta fram? Er sótt um "varanlega" heimild við inngöngu? Eða er sótt um heimild, sem veitt er í ákveðinn tíma og síðan sótt um að hún verði framlengd? Er sótt um heimild til stofnunar eða hafa öll ríki eitthvað um þetta að segja? Geta til dæmis Bretar beitt synjunarvaldi gegn lundaveiðum af tilfinningalegum ástæðum?Sæll Frank
Fjallað er sérstaklega um efni athugasemdar þinnar í svari við spurningunni Hvernig er staðið að því að veita heimild til veiða á tiltekinni friðaðri fuglategund í ákveðnu ríki? Gætu Bretar til dæmis beitt neitunarvaldi gegn lundaveiðum af tilfinningalegum ástæðum?