Spurning
EFTA-ríkin
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Núverandi EFTA-ríki eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Fríverslunarsamtök Evrópu (e. European Free Trade Association, EFTA) voru stofnuð árið 1960 af Austurríki, Bretlandi, Danmörku, Noregi, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Noregur og Sviss eru einu ríkin sem eru eftir af stofnríkjunum sjö en hin ríkin hafa öll gengið í Evrópusambandið og það sama má segja um Finnland, sem fékk aukaaðild að EFTA árið 1961. Ísland gerðist aðili að samtökunum árið 1970 og Liechtenstein árið 1991. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um EFTA í svari við spurningunni Hver er munurinn á EFTA og ESB? EFTA-ríkin hafa gert marga fríverslunarsamninga við þriðju ríki og ríkjahópa en fríverslunarnet EFTA-ríkjanna nær til 33 ríkja að ESB frátöldu. Í tengslum við þessa samninga hafa verið gerðir sérstakir tvíhliða samningar á milli einstakra EFTA-ríkja og hvers ríkis eða ríkjahóps fyrir sig. Nánari upplýsingar um eðli fríverslunarsamninga er að finna í svari við spurningunni Snúast fríverslunarsamningar um algjörlega frjáls viðskipti án tolla og hafta? Er EES-samningurinn fríverslunarsamningur?Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur20.7.2012
Flokkun:
Efnisorð
EFTA-ríki Fríverslunarsamtök Evrópu EFTA Ísland Noregur Sviss Liechtenstein fríverslunarsamningar
Tilvísun
Evrópuvefur. „EFTA-ríkin“. Evrópuvefurinn 20.7.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62958. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela