Spurning

Þriðja ríki

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Frummerking orðasambandsins þriðja ríki (e. third state, third country) er ríki sem er ekki aðili að gagnkvæmu samkomulagi tveggja annarra ríkja, en það er einnig haft um ríki sem eru ekki aðilar að samningi eða samtökum fleiri ríkja. Þegar rætt er um þriðju ríki í opinberum skjölum Evrópusambandsins er átt við ríki utan sambandsins.

Frá sjónarmiði ESB má skipta þriðju ríkjum í nokkra flokka. Noregur, Ísland og Liechtenstein eru í EES og EFTA en Sviss eingöngu í EFTA. Örríkin San Marínó, Vatíkanið og Mónakó hafa samið við ESB um að fá að nota evruna sem gjaldmiðil. Tyrkland, Andorra og San Marínó eru í tollabandalagi við ESB. Sambandið hefur auk þess gert fríverslunarsamninga við mörg ríki um allan heim og að lokum má nefna að ýmis ríki í Austur-Evrópu, Norður-Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs falla undir Evrópsku nágrannastefnuna (e. European Neighbourhood Policy) sem ESB hefur mótað.

Heimild, lesefni og fróðleg kort: Wikipedia

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur21.12.2011

Tilvísun

Evrópuvefur. „Þriðja ríki“. Evrópuvefurinn 21.12.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61510. (Skoðað 19.3.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela