Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að fr��verslunarnet ESB - 570 svör fundust
Niðurstöður

Dreifræðisreglan

Dreifræðisreglan (e. principle of subsidiarity), stundum nefnd nálægðarreglan, var innleidd í Evrópurétt með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Reglan gildir um beitingu valdheimilda Evrópusambandsins og er ætlað að vinna gegn miðstýringu. Í reglunni felst að Evrópusambandið skuli því aðeins grípa til aðgerða á ...

Hvað er undanskilið í EES-samningnum? - Myndband

EES-samningurinn er ekki samningur um stofnun tollabandalags og kveður ekki á um sameiginlega viðskiptastefnu aðildarríkjanna. Utan hans falla enn fremur sameiginlegar stefnur ESB í landbúnaðarmálum og sjávarútvegsmálum, náttúruvernd, auðlindanýting, efnahags- og myntbandalag Evrópu sem og sameiginleg utanríkis- o...

Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?

Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...

Hver er afstaða ESB til kjarnorkuvopna og hvaða aðildarríki ESB eiga kjarnorkuvopn?

Evrópusambandið hefur ekki mótað heildstæða stefnu um kjarnorkuvopn þar sem afstaða aðildarríkjanna er mjög mismunandi. Sum aðildarríki treysta á kjarnorkuvopn til að tryggja öryggi sitt á meðan önnur telja kjarnorkuvopn ógna öryggi. Þau ESB-ríki sem einnig eru aðilar að NATO samþykkja að einhverju leyti jákvætt h...

Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB? - Myndband

Nei, veiðar á lóu og spóa yrðu ekki sjálfkrafa leyfðar þótt Ísland yrði aðili að ESB. Báðar tegundirnar eru á lista yfir þær tegundir sem aðildarríkjunum er heimilt að leyfa veiðar á og eru taldar upp í viðauka við svonefnda fuglatilskipun. Aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en t...

Hvers vegna hafa endurskoðendur ESB ekki viljað undirrita bókhald sambandsins?

Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins ber ábyrgð á endurskoðun á reikningum ESB. Með Maastricht-sáttmálanum frá árinu 1992 var réttinum gert að láta Evrópuþinginu og ráðinu í té sérstaka yfirlýsingu um að reikningar væru réttir og að þau viðskipti, sem að baki þeim byggju, væru lögmæt og rétt að formi til. Í þeim...

Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB? - Myndband

Það gilda ekki sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB. Evrópusambandið fer ekki með valdheimildir til að setja reglur í menntamálum en það hefur heimildir til að stuðla að samvinnu aðildarríkjanna í þeim málaflokki. Viðurkenning menntunar innan Evrópusambandsins byggist á því að aðildarrí...

Mundi það þýða endalok ESB ef evrusamstarfið liðaðist í sundur - og þá sérstaklega í ljósi fjórfrelsisins?

Stutta svarið er nei – en málið er vitaskuld einnig svolítið flóknara. Myntbandalag Evrópu er rekið sem sérstakt stefnusvið innan Evrópusambandsins og er þannig lagað ekkert ósvipað öðrum stefnumálum þess, á borð við landbúnaðarstefnuna eða Schengen-landamærasamstarfið. Til að svara ofangreindri spurningu er einn...

Hvaða Evrópulönd eru ekki í ESB og hvers vegna?

Sérhvert evrópskt ríki, sem virðir grundvallargildi réttarríkisins, frelsi, lýðræði og mannréttindi, − þau sameiginlegu gildi, sem Evrópusambandið (ESB) byggist á - getur sótt um aðild að ESB. Ekkert land verður þó aðili að ESB nema með gagnkvæmu samþykki sínu og sambandsins og að uppfylltum ákveðnum skilyrð...

Verður einokun fárra fyrirtækja á fiskimiðum ekki aflétt með inngöngu í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess að þau sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi sem nú fá úthlutað mestum árlegum aflaheimildum fengju minna fyrir sinn snúð komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er vegna þess að ákvarðanir um hlutdeild innlendra útgerða í árlegum landskvóta Íslands yrðu áfram í höndum íslensk...

Suðaustur-Asíubandalagið

Suðaustur-Asíubandalagið (Association of South-East Asian Nations, ASEAN), svæðissamtök ríkja í Suðaustur-Asíu. Hefur ekki jafnöflugar stofnanir og ESB en hefur engu að síður áhrif á alþjóðamál á svæðinu og víðar....

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í október 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru þetta tíu vinsælustu svör októbermánaðar árið 2012 á Evrópuvefnum: Hvað eru IPA-styrkir og hverjir geta sótt um þá? Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu? Fyrir hvað fær Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels? Helstu sátt...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í janúar 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör janúarmánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hvaða varanlegu undanþágur frá núgildandi sáttmálum, lögum og reglum og lögum sem kunna að vera sett í framtíðinni fékk Króatía í aðildarsamningi við Evrópusambandið? Hvaða afleiðingar getur það haft fyrir Ísl...

Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?

Þegar rætt er um greiðsluþrot lands er jafnan átt við það þegar skuldir ríkissjóðs viðkomandi lands fást ekki greiddar að fullu. Mörgum er enn í fersku minni þegar ríkisstjórn Argentínu lýsti því yfir í desember 2001 að hún gæti ekki staðið við lánaskuldbindingar ríkisins og leiddi þetta til stærsta greiðsluþrots ...

Hvað er embættismannakvóti Evrópusambandsins og hvaða reglur gilda um hann?

Í spurningunni felst líklega skírskotun til umræðna sem áttu sér stað á Alþingi í byrjun nóvember þegar Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hver embættismannakvóti Íslands yrði við hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að engar reglu...

Leita aftur: