Spurning
Þyrftum við að keyra allt rusl frá Hornafirði til Reykjavíkur og urða það þar ef við göngum í ESB?
Spyrjandi
Arnar Sigurðsson
Svar
Á grundvelli EES-samstarfsins innleiðir Ísland alla löggjöf á sviði umhverfismála sem falla innan sviðs þess. Það á einnig við um úrgangsmál sem lúta algerlega regluverki ESB. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið mundi það eitt ekki leiða til breytinga á reglum um sorpvinnslu á Íslandi þar sem reglurnar eru nú þegar í gildi. Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst gilda engar reglur um að keyra þurfi allt rusl frá Hornafirði til Reykjavíkur. Á komandi árum er stefnt að því að minnka urðun sops til muna á Íslandi í samræmi við stefnu ESB og jafnvel útrýma henni fyrir árið 2025. Meðal annars á að fækka urðunarstöðum sem þýðir að hugsanlega þurfi að keyra lengri vegalengd með ruslið.- Waste - Environment - European Commission. (Skoðað 6.9.2013).
- Lög og reglugerðir um úrgangsmál | Úrgangsmál | Umhverfis- og tæknimál | Verkefni | Samband íslenskra sveitarfélaga. (Skoðað 6.9.2013).
- Umhverfi og auðlindir 2009. (Skoðað 4.9.2013).
- Being wise with waste: the EU's approach to waste management. (Skoðað 6.9.2013).
- Umhverfisstofnun. (Skoðað 6.9.2013).
- Úrgangsmál á Íslandi | Úrgangsmál | Umhverfis- og tæknimál | Verkefni | Samband íslenskra sveitarfélaga. (Skoðað 6.9.2013).
- Landsáætlun 2013-2024. (Skoðað 16.9.2013).
- Umhverfisstofnun. (Sótt 4.9.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur20.9.2013
Tilvísun
Lena Mjöll Markusdóttir. „Þyrftum við að keyra allt rusl frá Hornafirði til Reykjavíkur og urða það þar ef við göngum í ESB?“. Evrópuvefurinn 20.9.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65803. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Lena Mjöll Markusdóttirlaganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela