Hvert er eðli EES-samningsins?
Spyrjandi
Finnur Ólafsson
Svar
EES-samningurinn og ESB-sáttmálarnir hafa þá sérstöðu að vera algjörlega sérstaks eðlis (lat. sui generis). Með öðrum orðum: Ekki eru til neinir sambærilegir samningar. Eðli þeirra er því ekki hægt að skýra með samanburði við aðra samninga eða með almennum hugtökum sem notuð eru til að lýsa milliríkjasamningum (eins og til dæmis mannréttindasamningar eða fríverslunarsamningar). Þar af leiðandi þarf að skýra eðli þessara samninga með því að gera grein fyrir þeim sjálfum. Í þeim tilgangi má meðal annars líta til sögulegra skýringa fyrir gerð þeirra sem og markmiða og inntaks þeirra lagareglna sem er að finna í samningunum. Í þessu svari er fjallað um hið sérstaka eðli EES-samningsins en sami höfundur hefur einnig svarað spurningunni Hvert er eðli ESB-sáttmálanna?- Að tryggja að EFTA-ríkin gætu tekið þátt í innri markaði Evrópusambandsins á sömu forsendum og aðildarríkin sjálf. Sá réttur er tryggður með EES-samningnum en í honum felst jafnframt gagnkvæmni þess eðlis að EFTA-ríkin taka á sig sambærilegar skuldbindingar og Evrópusambandsríkin gera. Þannig skuldbundu EFTA-löndin sig (að undanskildu Sviss sem er EFTA-ríki en ekki aðili að EES-samningnum) til þess að taka upp í landsrétt fjórfrelsisreglur Evrópuréttarins, samkeppnisreglur, reglur um opinber innkaup og reglur á sviði svokallaðra láréttra málaflokka, svo sem neytenda- og umhverfisvernd. Þetta á ekki bara við um reglurnar eins og þær voru á þeim tíma þegar EES-samningurinn var undirritaður, heldur tekur sameiginlega EES-nefndin ákvarðanir í hverjum mánuði um innleiðingu nýrra afleiddra reglna Evrópusambandsins sem falla undir EES-samninginn (en EFTA-ríkin njóta þó vissra undanþága).
- Að standa vörð um að framsal fullveldis yrði takmarkað og innan þeirra marka sem talið var standast stjórnskipunarreglur Norðurlandanna. Þetta markmið endurspeglast í bókun 35 við EES-samninginn þar sem kemur fram að samningurinn feli ekki í sér framsal á löggjafarvaldi. Gagnkvæmni samningsins endurspeglast þó einnig í sömu bókun þar sem segir að ef til árekstrar komi á milli EES-reglna og annarra laga í EFTA-ríkjunum skuldbindi þau sig til að setja lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum. Þessi regla endurspeglar meginreglu Evrópuréttar um forgangsáhrif.
- Sótt á heimasíðu EFTA, 26.4.2012.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur27.4.2012
Flokkun:
Efnisorð
EES EFTA sérstakt eðli sui generis Kola- og stálbandalag Efnahagsbandalag Evrópu Kjarnorkubandalag fullveldi hlutleysi fríverslunarsvæði tollabandalag innri markaður bein réttaráhrif forgangsáhrif EFTA-dómstóllinn mál Erlu Maríu einsleitni
Tilvísun
Þorbjörn Björnsson. „Hvert er eðli EES-samningsins?“. Evrópuvefurinn 27.4.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62485. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Þorbjörn Björnssonlögfræðingur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvert er eðli ESB-sáttmálanna?
- Hver er munurinn á EFTA og ESB?
- Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
- Hefur eftirlitsstofnun EFTA jafnan rétt til meðalgöngu fyrir dómstól Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn ESB fyrir EFTA-dómstólnum?
- Hversu mikið af regluverki ESB hefur verið innleitt í EES-landinu Íslandi í samanburði við ESB-landið Svíþjóð?