Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er Ísland skuldbundið til að taka upp í íslensk lög þann hluta í regluverki Evrópusambandsins sem lýtur að innri markaði sambandsins. Þetta gerist með ákveðnum hætti sem lýst er hér á eftir. Íslenska ríkið er skaðabótaskylt gagnvart einstaklingum eða lögaðilum ef það vanrækir þessa skyldu sína.Regluverk Evrópusambandsins er í stöðugri þróun. Framkvæmdastjórnin, Evrópuþingið og ráðið setja í sameiningu afleidda löggjöf á hinum ýmsu sviðum og þar á meðal eru iðulega sett afleidd lög sem varða innri markaðinn og önnur svið sem falla undir EES-samninginn. Til að markmið EES-samningsins náist er nauðsynlegt að ný löggjöf sambandsins verði einnig hluti af EES-samningnum. Þetta fer þannig fram að samningsaðilar hittast á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar eftir að afleidd löggjöf hefur verið samþykkt innan Evrópusambandsins og samþykkja þar að gera nýju löggjöfina að hluta af EES-samningnum. Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu framangreindra ríkja, þar á meðal Íslands, til að taka afleiddu löggjöfina upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Sem fyrr segir hefur meginmál EES-samningsins lagagildi hér á landi og er íslenska ríkinu því skylt á grundvelli íslenskra laga að innleiða í löggjöf sína þá afleiddu löggjöf sem fellur undir gildissvið EES-samningsins. Þetta er til dæmis gert með þeim hætti að Alþingi samþykkir ný lög eða gerir breytingu á gildandi lögum til að samræma þau tiltekinni afleiddri ESB-löggjöf sem fellur undir EES-samninginn. Vanræki ríkið þessa skyldu sína geta borgarar öðlast skaðabótakröfu á hendur ríkinu ef þeir hafa orðið fyrir tjóni af vanrækslunni.2 Dæmi um þetta er dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 236/1999 frá 16. desember 1999. -- Með þessum hætti geta íslenskir einstaklingar og lögaðilar byggt rétt sinn fyrir íslenskum dómstólum á lögum og reglum sem eiga uppruna sinn hjá Evrópusambandinu. Heimildir og mynd:
1 Þannig er til dæmis 11. gr. EES-samningsins sambærileg við ákvæði 34. gr. ESB-samningsins, 12. gr. EES-samningsins sambærileg ákvæði 35. gr. ESB-samningsins og svo framvegis.
2 Samanber dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 236/1999, íslenska ríkið gegn Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur, frá 16. desember 1999.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur12.7.2011
Flokkun:
Efnisorð
EES samningurinn ESB aðild lög og reglur ESB Evrópuréttur EFTA innri markaður landsréttur upptaka ESB löggjafar
Tilvísun
Margrét Einarsdóttir. „Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?“. Evrópuvefurinn 12.7.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60255. (Skoðað 6.12.2024).
Höfundur
Margrét Einarsdóttirforstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík