Hvað er undanskilið í EES-samningnum?
Spyrjandi
Ottó Jónsson
Svar
Þegar spurt er hvað sé undanskilið í EES-samningnum er átt við hvaða sameiginlegu stefnur og málaflokkar sem aðildarríki Evrópusambandsins vinna saman að, á grundvelli ESB-sáttmálanna, falli utan gildissviðs samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið fengu EFTA/EES-ríkin, Ísland þar með talið, aðgang að innri markaði Evrópusambandsins. Markmið samningsins er „að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum og þannig mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði“ (1. gr. EES-samningsins). Samningurinn byggist á reglunni um svonefnt fjórfrelsi, það er frelsi í viðskiptum með vörur og þjónustu og frjálsum flutningum fjármagns og vinnuafls á milli aðildarríkja samningsins, en fjórfrelsið er einnig hornsteinn sáttmálanna um Evrópusambandið.- Björn Friðfinnsson, 1999. Fræðsluefni um EES-samninginn og framkvæmd hans.
- Forsætisráðuneytið (2007): Tengsl Íslands og Evrópusambandsins: Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.
- Staða Íslands í Evrópusamstarfi: Skýrsla Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til Alþingis frá árinu 2000.
- Mynd sótt af eeagrants.org þann 16.05.2012.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur18.5.2012
Flokkun:
Efnisorð
EES EES-samningurinn Evrópska efnahagssvæðið samningar milliríkjasamningar undanskilið Efnahags- og myntbandalag ESB landbúnaðarstefna sjávarútvegsstefna náttúruvernd auðlindanýting fjórfrelsið innri markaðurinn
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hvað er undanskilið í EES-samningnum?“. Evrópuvefurinn 18.5.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=27630. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvert er eðli EES-samningsins?
- Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
- Hvað er átt við með bókunum og viðaukum í sambandi við EES-samninginn?
- Hversu mikið af regluverki ESB hefur verið innleitt í EES-landinu Íslandi í samanburði við ESB-landið Svíþjóð?