Hvað er átt við með bókunum og viðaukum í sambandi við EES-samninginn?
Spyrjandi
Andrea Valgeirsdóttir
Svar
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður í Portúgal árið 1992 og gekk í gildi 1. janúar 1994. Aðilar að samningnum eru annars vegar EFTA/EES-ríkin Ísland, Liechtenstein og Noregur og hins vegar aðildarríki Evrópusambandsins. Samningurinn skiptist í meginmál (129 greinar), 49 bókanir og 22 viðauka. Meginmál EES-samningsins skilgreinir þann ramma sem gildir um EES-samstarfið en viðaukar og bókanir eru óaðskiljanlegur hluti hans, hafa sömu lagalega stöðu og meginmál, og nýtast til túlkunar á ákvæðum samningsins.- Mynd sótt af worldpress.com, þann 27.04.2012.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur27.4.2012
Flokkun:
Efnisorð
EES bókanir bókun viðauki viðaukar sameiginlega EES-nefndin EFTA ESB afleidd löggjöf reglugerð tilskipun ákvörðun innri markaðurinn
Tilvísun
Valgerður Húnbogadóttir. „Hvað er átt við með bókunum og viðaukum í sambandi við EES-samninginn?“. Evrópuvefurinn 27.4.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=28467. (Skoðað 18.9.2024).
Höfundur
Valgerður Húnbogadóttirlögfræðingur og LLM í þjóðarétti
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
- Hversu mikið af regluverki ESB hefur verið innleitt í EES-landinu Íslandi í samanburði við ESB-landið Svíþjóð?
- Hver er aðkoma Íslands að mótun vinnumarkaðslöggjöfar ESB og hvernig mundi hún breytast við aðild?
- Hvert er eðli EES-samningsins?
Hvað er sameiginlega EES-nefndin?
Gagnlegt væri að fá ítarlega útskýringu á hlutverki og eðli hennar, þar á meðal hvernig hún er skipuð, hvar hún starfar og svo framvegis.Sæll Guðmundur
Í handbók Evrópuvefsins er nú að finna færslu um sameiginlegu EES-nefndina, hana má lesa með því að smella á þennan tengil: Sameiginlega EES-nefndin.