Ákvörðun (e. decision) er ein tegund afleiddrar löggjafar Evrópusambandsins. Ákvörðunum svipar til reglugerða að því leyti að þær eru bindandi í heild sinni. Þegar tilgreint er í ákvörðun til hverra henni er beint er hún einungis bindandi fyrir viðkomandi....
Flestar lagagerðir Evrópusambandsins (reglugerðir, tilskipanir og ákvarðanir) eru samþykktar með almennri lagasetningarmeðferð (e. ordinary legislative procedure). Hún felst í því að Evrópuþingið og ráðið hafa samráð um mótun nýrrar gerðar og að samþykkt hennar krefjist samþykkis beggja stofnana (289. gr. sáttmála...
Stjórnmála- og öryggisnefnd Evrópusambandsins (e. Political and Security Committee, PSC) var komið á fót með ákvörðun ráðsins (2001/78/CFSP) árið 2001 í þeim tilgangi að fylgjast með ástandi alþjóðamála á þeim sviðum sem sameiginleg stefna í utanríkis- og öryggismálum tekur til. Nefndin hefur aðsetur í Brussel og ...
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður í Portúgal árið 1992 og gekk í gildi 1. janúar 1994. Aðilar að samningnum eru annars vegar EFTA/EES-ríkin Ísland, Liechtenstein og Noregur og hins vegar aðildarríki Evrópusambandsins.
Samningurinn skiptist í meginmál (129 greinar), 49 bókanir og 22 viðau...
Stofnsáttmálum Evrópusambandsins er hægt að breyta eftir tveimur leiðum. Annars vegar í samræmi við hefðbundna endurskoðunarmeðferð og hins vegar með einfaldaðri endurskoðunarmeðferð (48. grein sáttmálans um Evrópusambandið, SESB).
Ákvæðið um einfaldaða endurskoðunarmeðferð (e. simplified revision procedure) va...
Upprunalega barst Evrópuvefnum eftirfarandi spurning:
Hefur tilskipun 2009/158 tekið gildi á Íslandi og þá hvenær? Er til íslensk þýðing á þeirri tilskipun eða er hún væntanleg?
Á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið ber íslenskum stjórnvöldum að taka upp í íslensk lög þann hluta reglna Evrópusa...
Eins og fjallað er um í svari Evrópuvefsins við spurningunni Var gert hlé á aðildarviðræðum Íslands og ESB eða var þeim slitið? hefur verið gert hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort draga eigi aðildarumsóknina til baka þegar þetta er skrifað í...
Evrópska lögregluskólanum (fr. Collège européen de police, CEPOL) var komið á fót árið 2000 með ákvörðun ráðsins (nr. 2000/820/JHA) og hafði aðsetur tímabundið í Kaupmannahöfn í Danmörku. Árið 2005 var ákveðið að gera evrópska lögregluskólann eina af sérstofnunum Evrópusambandsins með ákvörðun ráðsins (nr. 2005/68...
Undanfarin ár hefur Evrópusambandið beitt æ harðari refsiaðgerðum gegn Íran. Sambandið beitir alla jafna refsiaðgerðum á grundvelli ályktana sem samþykktar hafa verið á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Evrópusambandið getur þó einnig ákveðið að beita frekari refsiaðgerðum á grundvelli sameiginlegu stefnun...
Stjórnartíðindi Evrópusambandsins voru fyrst gefin út þann 30. desember 1952. Þá nefndust þau stjórnartíðindi Kola- og stálbandalagsins og síðar stjórnartíðindi Evrópubandalagsins. Núverandi nafn fengu stjórnartíðindin þegar Nice-sáttmálinn gekk í gildi árið 2003.
Stjórnartíðindin eru gefin út alla virka daga ...
Stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum mælir fyrir um að hlé sé gert á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og úttekt gerð á stöðu viðræðanna og þróun mála innan ESB. Þá verði aðildarviðræður ekki hafnar aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu en hvort og hvenær hún á að fara fram er óljóst. Aðilda...
Evrópusambandið sjálft á sér ekki einar höfuðstöðvar. Sérhver stofnun sambandsins hefur aðsetur á ákveðnum stað og er staðsetningin tilgreind í bókun 6 við Sáttmálann um starfshætti Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálann).
Evrópuþingið (European Parliament) hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi og kemur þar s...
Þetta er góð spurning! Það er alveg rétt hjá spyrjanda að til að fá að taka upp evru þarf að uppfylla tiltekin skilyrði sem fela í sér að ná þarf góðum tökum á peningamálum og ríkisfjármálum áður. Skilyrðin nefnast Maastricht-skilyrðin og lesendum er bent á að kynna sér þau.
Evrumyntir.
Benda má þó á að ákvörð...
Orðið lýðræði getur annars vegar snúið að því hvernig grunnstofnunum er fyrir komið í samfélaginu og hvernig fólk velur valdhafa eða skiptir um þá. Einnig getur lýðræði snúist um það hvernig taka skuli ákvarðanir í hópi fólks. Í svarinu er einnig fjallað um svonefnt fulltrúalýðræði í samanburði við beint lýðræði. ...
Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók:
(niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...