Hvar get ég séð hvort og hvernig tiltekin ESB-gerð hafi tekið gildi á Íslandi?
Spyrjandi
Ómar Runólfsson
Svar
Upprunalega barst Evrópuvefnum eftirfarandi spurning:Hefur tilskipun 2009/158 tekið gildi á Íslandi og þá hvenær? Er til íslensk þýðing á þeirri tilskipun eða er hún væntanleg?Á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið ber íslenskum stjórnvöldum að taka upp í íslensk lög þann hluta reglna Evrópusambandsins sem lúta að innri markaði sambandsins. Það getur hins vegar verið snúið að finna út úr því hvort og ekki síst hvernig tiltekin ESB-gerð hafi tekið gildi á Íslandi. Gott er ganga til verks með eftirfarandi spurningar að leiðarljósi:
- Hefur viðkomandi gerð verið tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar?
- Hvað segir í ákvörðuninni um gildistöku? Er um aðlaganir eða undanþágur að ræða?
- Hefur gerðin verið innleidd í íslenskan rétt?
- R fyrir reglugerð,
- D fyrir ákvörðun og
- L fyrir tilskipun.
Ákvörðun þessi varðar löggjöf um lifandi dýr önnur en fisk og eldisdýr. Ísland er undanþegið löggjöf á þessu sviði, eins og fram kemur í 2. mgr. inngangsorða I. kafla I. viðauka við samninginn. Ákvörðun þessi á því ekki að taka til Íslands.Tilskipun nr. 2009/158 hefur því verið tekin upp í EES-samninginn og tók gildi í EFTA/EES-ríkjunum að Íslandi undanskildu þann 1. maí 2012. Hefur gerðin verið innleidd í íslenskan rétt? EES-gerðir eru innleiddar í íslenskan rétt á tvo vegu, með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum, eins og nánar er fjallað um í svari Evrópuvefsins við spurningunni Hvernig innleiðir Ísland tilskipanir og annað frá ESB? Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur eftirlit með því að EFTA/EES-ríkin standi við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins og ber stjórnvöldum ríkjanna að upplýsa ESA um með hvaða hætti EES-gerðir hafi verið innleiddar. Eftirlitsstofnunin heldur utan um upplýsingarnar í gagnagrunni ESA um innleiðingu gerða (EFTA Surveillance Authority Implementation status database). Þar má sjá stöðu innleiðingar eftir ríkjum og upplýsingar um hvernig viðkomandi gerð var innleidd í hverju landi. Leit í gagnagrunninum að tilskipun nr. 2009/158 leiðir í ljós að gerðin hefur verið innleidd að fullu í Noregi (full implementation) en hvorki á Ísland né í Liechtenstein, sem hafa varanlega undanþágu frá gerðinni í heild (PWH, Permanent derogation for the whole act).
- EEA-Lex | European Free Trade Association. (Skoðað 2.12.2014).
- Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 74/2012 frá 30. apríl 2012. (Skoðað 2.12.2014).
- EFTA Surveillance Authority Implementation status database | Implementation status | Internal Market | EFTA Surveillance Authority. (Skoðað 2.12.2014).
- EES | Samningar | Utanríkisráðuneyti | EES | Samningar | Viðskipti | Málefni | Utanríkisráðuneyti. (Skoðað 2.12.2014).
- Alþingi - Lagasafn. (Skoðað 2.12.2014).
- http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/DK-leit?OpenForm&DK-Main_Root&Exact=1. (Skoðað 2.12.2014).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 8.12.2014
Flokkun:
Efnisorð
gerðir tilskipun gildi gildistaka innleiðing EES-samningurinn innri markaðurinn sameiginlega EES-nefndin CELEX-númer EES-lagasafn lög stjórnvaldsfyrirmæli ESA Eftirlitsstofnun EFTA
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Hvar get ég séð hvort og hvernig tiltekin ESB-gerð hafi tekið gildi á Íslandi?“. Evrópuvefurinn 8.12.2014. http://evropuvefur.is/svar.php?id=68324. (Skoðað 6.12.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvernig innleiðir Ísland tilskipanir og annað frá ESB?
- Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
- Hvert er eðli EES-samningsins?
- Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?
- Um hvað snýst EES-samningurinn?