Evrópski lögregluskólinn
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Evrópska lögregluskólanum (fr. Collège européen de police, CEPOL) var komið á fót árið 2000 með ákvörðun ráðsins (nr. 2000/820/JHA) og hafði aðsetur tímabundið í Kaupmannahöfn í Danmörku. Árið 2005 var ákveðið að gera evrópska lögregluskólann eina af sérstofnunum Evrópusambandsins með ákvörðun ráðsins (nr. 2005/681/JHA). Síðan þá hefur lögregluskólinn haft aðsetur í Bramshill í Bretlandi. Hlutverk evrópska lögregluskólans er að efla samstarf og virkni evrópskra lögregluliða, miðla upplýsingum um niðurstöður rannsókna og starfsvenjur og sjá um námskeið fyrir háttsetta lögreglumenn. Viðfangsefni lögregluskólans tengjast baráttunni gegn afbrotum, það er afbrotum yfir landamæri innan Evrópu, viðnámi gegn hryðjuverkum, ólöglegum innflytjendum, landamæravörslu, mansali og hvers konar alþjóðlegri glæpastarfsemi. Aðilar að evrópska lögregluskólanum eru lögregluskólar aðildarríkja ESB og EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Sviss. Lögregluskólar samstarfsríkjanna eru virkir þátttakendur í starfi evrópska lögregluskólans og fá aðgang að rafrænu netkerfi skólans ásamt námsneti evrópskra lögregluliða. Ísland hefur tekið þátt í starfi evrópska lögregluskólans frá árinu 2006 en þá undirrituðu fulltrúar Lögregluskóla ríkisins og evrópska lögregluskólans aðildarsamkomulag Íslands að evrópska lögregluskólanum. Fyrir Lögregluskóla ríkisins þýðir þessi aðild nánara samstarf við evrópska lögregluskóla um þjálfun og upplýsingaskipti. Núverandi forstjóri evrópska lögregluskólans er Dr. Ferenc Bánfi frá Ungverjalandi.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 6.12.2013
Flokkun:
Efnisorð
CEPOL lögregluskóli Danmörk Bretland sérstofnun samstarf rannsóknir námskeið upplýsingaskipti lögreglumenn afbrot landamæri hryðjuverk mansal landamæravarsla glæpastarfsemi ESB-ríki EFTA-ríki Lögregluskóli ríkisins
Tilvísun
Evrópuvefur. „Evrópski lögregluskólinn“. Evrópuvefurinn 6.12.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66287. (Skoðað 9.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu?
- Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins?
- Hver er réttarstaða innflytjanda í ESB sem er giftur Íslendingi?
- Hvað er undanskilið í EES-samningnum?
- Hvað mundi tapast og hvað ávinnast með því að segja upp EES-samningnum?
- Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu?
- Hver er munurinn á EFTA og ESB?