Spurning
ESB-ríkin
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Aðildarríki ESB eru 28 talsins. Stofnríki sambandsins voru Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg en við stofnun þess árið 1958 gekk það undir heitinu Efnahagsbandalag Evrópu. Nokkrum árum áður, árið 1952, höfðu sömu ríki einnig stofnað Kola- og stálbandalagið. Á næstu þremur áratugum gengu Bretland, Írland og Danmörk (1973), Grikkland (1981), og Spánn og Portúgal (1986) til liðs við bandalagið og voru aðildarríkin þá orðin tólf talsins. Með Maastricht-sáttmálanum árið 1993 var Evrópusambandið stofnað sem nokkurs konar þak í svonefndu stoðaskipulagi. Á sama tíma var heiti Efnahagsbandalags Evrópu breytt í Evrópubandalagið og skömmu síðar fengu Austurríki, Finnland og Svíþjóð aðild (1995). Tæpum áratugi seinna, árið 2004, gengu tíu ríki í ESB; Eistland, Lettland, Litháen, Kýpur, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland, og þremur árum síðar Búlgaría og Rúmenía. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009 var nafni bandalagsins breytt öðru sinni og hefur síðan þá heitið Evrópusambandið.Ólík heiti Evrópusambandsins | Aðildarríki og ár inngöngu |
---|---|
Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) | 1958: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg |
1973: Bretland, Írland og Danmörk | |
1981: Grikkland | |
1986: Spánn og Portúgal | |
Evrópubandalagið (EB) | 1995: Austurríki, Finnland og Svíþjóð |
2004: Eistland, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvanía, Tékkland og Ungverjaland |
|
2007: Búlgaría og Rúmenía | |
Evrópusambandið (ESB) | 2013: Króatía |
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur10.8.2012
Flokkun:
Efnisorð
ESB-ríkin Evrópusambandið stofnríki aðildarríki umsóknarríki þjóðaratkvæðagreiðsla Efnahagsbandalag Evrópu Evrópubandalagið Maastricht-sáttmálinn
Tilvísun
Evrópuvefur. „ESB-ríkin“. Evrópuvefurinn 10.8.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63043. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?
- Hvaða Evrópulönd eru ekki í ESB og hvers vegna?
- Hvernig hefur Evrópusambandið breyst frá stofnun?
- Hafa öll aðildarríki ESB kosið í lýðræðislegri kosningu um aðild að ESB?
- Hver er afstaða til ESB-aðildar innan Tyrklands?
- Hversu langt á Tyrkland í land með að uppfylla inngönguskilyrði ESB?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela