Spurning
Lissabon-sáttmálinn
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
(Lisbon Treaty) tók gildi árið 2009 eftir að Írar höfðu fellt hann árið 2008 en samþykkt hann síðan eftir breytingar. Sáttmálinn kom í stað stjórnarskrár sem Frakkar og Hollendingar felldu í þjóðaratkvæði árið 2005. Að formi til fjallar sáttmálinn um breytingar á Rómar- og Maastricht-sáttmálunum. Að efni til treystir hann innviði sambandsins og eykur áhrif leiðtogaráðs og Evrópuþings á kostnað framkvæmdastjórnar. Þá eflir hann sambandið verulega á sviði utanríkismála, leggur grunninn að sameiginlegri utanríkisþjónustu ESB og innleiðir embætti utanríkismálastjóra, í stað talsmanns í utanríkis- og öryggismálum.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur23.6.2011
Flokkun:
Tilvísun
Evrópuvefur. „Lissabon-sáttmálinn“. Evrópuvefurinn 23.6.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60032. (Skoðað 6.10.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela