Spurning

Stjórnartíðindi ESB

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Stjórnartíðindi Evrópusambandsins voru fyrst gefin út þann 30. desember 1952. Þá nefndust þau stjórnartíðindi Kola- og stálbandalagsins og síðar stjórnartíðindi Evrópubandalagsins. Núverandi nafn fengu stjórnartíðindin þegar Nice-sáttmálinn gekk í gildi árið 2003.

Stjórnartíðindin eru gefin út alla virka daga á öllum opinberum tungumálum Evrópusambandsins, nema írsku.

Stjórnartíðindin skiptast í tvær deildir, L- og C-deild. Í L-deild er löggjöf Evrópusambandsins birt, þar á meðal reglugerðir, tilskipanir, ákvarðanir, tilmæli og skoðanir. Í C-deild eru birtar skýrslur og tilkynningar auk dóma dómstóls Evrópusambandsins og almenna dómstólsins.

S-deild er viðauki við stjórnartíðindi ESB. Hann er ekki gefinn út á öllum tungumálum á hverjum virkum degi heldur aðeins þegar tilefni er til á því tungumáli sem við á hverju sinni. Í S-deildinni birtast útboð og annað sem tengist opinberum innkaupum (e. government procurement) Evrópusambandsins.

Samhliða prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda ESB hefur rafræn útgáfa komið út frá árinu 1998. Nú er unnið að því að skanna inn öll eldri prentuð eintök stjórnartíðindanna og gera þau aðgengileg á Netinu.

Hér má nálgast Stjórnartíðindi Evrópusambandsins.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur15.11.2013

Tilvísun

Evrópuvefur. „Stjórnartíðindi ESB“. Evrópuvefurinn 15.11.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66238. (Skoðað 15.4.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela