Hefur almenningur einhver áhrif á samningaviðræðurnar við ESB eða ákveður Alþingi og utanríkisráðherra alfarið hvernig þeim mun ljúka?
Spyrjandi
Kormákur Marðarson
Svar
Almenningur hefur enga formlega möguleika til að hafa áhrif á samningaviðræðurnar við Evrópusambandið meðan á þeim stendur. Þegar viðræðunum lýkur mun þjóðin hins vegar taka afstöðu til aðildar í þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi niðurstöðu samningaviðræðnanna, það er að segja þeirra skilyrða sem aðild mundu fylgja.Uppbygging viðræðna gerir ráð fyrir að meginþungi þeirra hvíli á samninganefnd Íslands undir forustu aðalsamningamanns en endanlegar ákvarðanir í aðildarviðræðunum eru í höndum ríkisstjórnar. Í því felst meðal annars að ákvarðanir um samningsafstöðu Íslands á einstökum sviðum eru samþykktar í ríkisstjórn að loknu samráðsferli. ... Alþingi kemur að ferlinu á öllum stigum þess. Í beinni aðkomu utanríkismálanefndar að ferlinu felst meðal annars að hún á reglulega fundi með aðalsamningamanni og fulltrúum í samninganefnd Íslands og eftir atvikum ráðherrum, haft er samráð við nefndina áður en samningsafstaða Íslands á einstökum sviðum er samþykkt og reglulegir upplýsinga- og samráðsfundir eru haldnir um framvindu viðræðna og opnun og lokun einstakra samningskafla.Niðurstaða viðræðnanna mun þó að sjálfsögðu ekki ráðast alfarið af vilja Alþingis og utanríkisráðherra frekar en venja er þegar ríki sækir um aðild að Evrópusambandinu – eða yfirhöfuð þegar tveir aðildar setjast að samningaborði. Eins og áður sagði mun þjóðin síðan fá tækifæri til að taka afstöðu til samningsins í þjóðaratkvæðagreiðslu en um álitamál í því sambandi er fjallað í svari við spurningunni Verða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um væntanlegan aðildarsamning Íslands að ESB ekki örugglega bindandi? Mynd:
- Aðalsamninganefnd Íslands - vidraedur.is. (Sótt 19.04.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur19.4.2013
Flokkun:
Efnisorð
aðildarviðræður aðild viðræður samningaviðræður aðildarsamningur almenningur fulltrúar almennings hagsmunasamtök félagasamtök
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Hefur almenningur einhver áhrif á samningaviðræðurnar við ESB eða ákveður Alþingi og utanríkisráðherra alfarið hvernig þeim mun ljúka?“. Evrópuvefurinn 19.4.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65130. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Verða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um væntanlegan aðildarsamning Íslands að ESB ekki örugglega bindandi?
- Hafa öll aðildarríki ESB kosið í lýðræðislegri kosningu um aðild að ESB?
- Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?
- Hafa oft verið haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur í tengslum við Evrópusambandið?
- Hverjir ákveða samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið?
- Um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið?