Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að almennur samningur um tolla og vi��skipti - 659 svör fundust
Niðurstöður

Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun? - Myndband

Helstu breytingarnar sem aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér varðandi póstverslun lúta að tollum annars vegar, það er: Afnámi þeirra tolla sem ekki voru afnumdir með EES-samningnum sem og tolla af vörum upprunnum utan Evrópusambandsins sem hafa verið tollafgreiddar inn í sambandið, og upptöku sameiginl...

Dómstóll Evrópusambandsins

Dómstóll Evrópusambandsins (e. Court of Justice of the European Union, CJEU), áður kallaður Evrópudómstóllinn (e. European Court of Justice, ECJ), er æðsta dómsvald ESB og hefur aðsetur í Lúxemborg. Dómstólnum var komið á fót árið 1952 með Parísar-sáttmálanum sem hluti af Kola- og stálbandalagi Evrópu. Tuttugu...

Ætlar ESB að setja verndartoll á innflutning sólarrafhlaða frá Kína til að vernda þennan iðnað heima fyrir?

Já, það er rétt að Evrópusambandið hefur síðastliðið rúmt ár haft í hyggju að setja verndartolla á innfluttar sólarrafhlöður og sólskildi frá Kína til að verja evrópskan iðnað. Iðnaðarsamtökin EU ProSun lögðu inn kvörtun í júlí 2012 vegna undirboðs kínverskra framleiðenda. Kínverskar sólarrafhlöður, sem eiga um 65...

Snúast fríverslunarsamningar um algjörlega frjáls viðskipti án tolla og hafta? Er EES-samningurinn fríverslunarsamningur?

Fríverslunarsamningar snúast fyrst og fremst um niðurfellingu tolla. Tollar eru hins vegar langt í frá einu hindranirnar í viðskiptum milli ríkja. EES-samningurinn er fríverslunarsamningur milli EFTA/EES-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, og Evrópusambandsins. *** Oft er talað um fríverslunarsvæði (...

Ef Ísland yrði hluti af ESB yrðu íslensk stjórnvöld þá neydd til að lækka virðisaukaskatt svo að íslensk verslun stæðist samkeppni frá öðrum Evrópuríkjum?

Engar reglur eru til í Evrópusambandinu sem kveða á um hámarkshlutfall virðisaukaskatts (VSK). Íslenskum stjórnvöldum yrði því ekki gert að lækka hlutfall innlends virðisaukaskatts við aðild að Evrópusambandinu. Töluverð samræming hefur þó átt sér stað milli aðildarríkja ESB á sviði virðisaukaskatts, meðal annars ...

Er það satt sem sagt er að við inngöngu í ESB mundi matvælaverð að líkindum lækka um 18-25%?

Nei, matvælaverð er ekki líklegt til að lækka svo mikið við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef litið er til beinna áhrifa af ódýrari innflutningi búvara frá aðildarríkjum ESB, vegna niðurfellingar tolla við aðild, má gróflega áætla að búvörur gætu lækkað um á bilinu 7 til 15%. Það mundi þýða um það bil 3,5 til ...

Hvenær er talið að aðildarsamningurinn verði kláraður? Er það eitthvað vitað?

Þegar þetta svar er skrifað, í mars 2013, er með öllu óljóst hvenær eða hvort samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði kláraður. Fyrir liggur að aðildarviðræðunum mun ekki ljúka á kjörtímabili ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, eins og stefnt var að í upphafi, en aðeins er rúmur mánuður eftir af kjö...

Hvernig beitir ESB sér í refsiaðgerðum gegn Íran vegna meintra tilrauna þarlendra stjórnvalda til að koma upp kjarnorkuvopnum?

Undanfarin ár hefur Evrópusambandið beitt æ harðari refsiaðgerðum gegn Íran. Sambandið beitir alla jafna refsiaðgerðum á grundvelli ályktana sem samþykktar hafa verið á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Evrópusambandið getur þó einnig ákveðið að beita frekari refsiaðgerðum á grundvelli sameiginlegu stefnun...

Getur almenningur einhvers staðar fylgst með samningaferlinu við Evrópusambandið?

Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, viðræður.is, er að finna margvíslegan fróðleik tengdan samningaferlinu. Á meðal þess efnis sem þar ber hæst eru: Formleg gögn eins og umsókn Íslands og álit meiri hluta utanríkismálanefndar Alþingis á umsókninni. Ýmis gögn Evrópusamban...

Af hverju gerði Ísland fríverslunarsamning við Kína og um hvað snýst samningurinn?

Ísland hefur lengi sóst eftir fríverslunarsamningi við Kína til að afnema viðskiptahindranir milli ríkjanna og bæta aðgang íslenskra fyrirtækja að kínverskum markaði. Við gildistöku samningsins falla niður tollar af mikilvægustu útflutningsvörum Íslendinga til Kína og sömuleiðis af öllum innfluttum vörum frá Kína,...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn

Fyrsti vísirinn að Evrópusambandinu var Kola- og stálbandalagið (KSB) sem tók til starfa árið 1952. Að því stóðu sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland. Menn vildu koma í veg fyrir stríð á svæðinu í framtíðinni, kol og stál skiptu þá miklu í hernaði og mikilvægar námur voru á s...

Þriðja ríki

Frummerking orðasambandsins þriðja ríki (e. third state, third country) er ríki sem er ekki aðili að gagnkvæmu samkomulagi tveggja annarra ríkja, en það er einnig haft um ríki sem eru ekki aðilar að samningi eða samtökum fleiri ríkja. Þegar rætt er um þriðju ríki í opinberum skjölum Evrópusambandsins er átt við rí...

Hvað er undanskilið í EES-samningnum? - Myndband

EES-samningurinn er ekki samningur um stofnun tollabandalags og kveður ekki á um sameiginlega viðskiptastefnu aðildarríkjanna. Utan hans falla enn fremur sameiginlegar stefnur ESB í landbúnaðarmálum og sjávarútvegsmálum, náttúruvernd, auðlindanýting, efnahags- og myntbandalag Evrópu sem og sameiginleg utanríkis- o...

Af hverju gerir Ísland ekki fríverslunarsamning við Bandaríkin? - Myndband

Tvær ástæður eru fyrir því að Ísland hefur ekki gert fríverslunarsamning við Bandaríkin. Í fyrsta lagi gera skýrar kröfur Bandaríkjamanna um niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum, það að verkum að erfitt yrði að ná samningum sem samræmdust stefnu íslenskra stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Í öðru lagi hafa Banda...

Er ekki rétt skilið að tollar á vörum milli ESB-ríkja falla niður við inngöngu í ESB, til dæmis þegar vara er pöntuð á Netinu?

Jú, þetta er rétt skilið. Innflutningstollar á vörum sem fluttar eru inn til landsins frá ESB-ríkjum mundu falla niður við aðild Íslands að ESB, það er að segja þeir tollar sem ekki hafa verið afnumdir nú þegar með EES-samningnum. Þetta gildir hvort sem vörurnar eru pantaðar á Netinu, í gegnum síma eða einstakling...

Leita aftur: