Spurning

Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun? - Myndband

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Helstu breytingarnar sem aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér varðandi póstverslun lúta að tollum annars vegar, það er:
  • Afnámi þeirra tolla sem ekki voru afnumdir með EES-samningnum sem og tolla af vörum upprunnum utan Evrópusambandsins sem hafa verið tollafgreiddar inn í sambandið,
  • og upptöku sameiginlegrar tollskrár Evrópusambandsins gagnvart þriðju ríkjum.
Hins vegar hefði aðild í för með sér breytinga á fyrirkomulagi virðisaukaskattsinnheimtu. Virðisaukaskattur, ýmist hlutfall sölu- eða heimalands, yrði greiddur sem hluti af vöruverði við kaup vöru í póstverslunum innan Evrópusambandsins. Neytendur þyrftu því ekki að standa skil á skattinum sjálfir við móttöku vörunnar né greiða umsýslugjald fyrir virðisaukaskattsinnheimtuna. Af vörum sem keyptar eru í póstverslun utan Evrópusambandsins þyrfti hins vegar áfram að greiða virðisaukaskattinn við innflutning.

This text will be replaced

Hægt er að lesa meira um breytingar á póstverslun í svari við spurningunni Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins.
Við þetta svar er engin athugasemd Fela