Mun áfengisverð lækka ef við göngum í ESB?
Spyrjandi
Þórgnýr
Svar
Það er fátt sem bendir til þess. Núgildandi íslenskar reglur um álögur á áfengi eru í samræmi við reglur Evrópusambandsins og mundi áfengisverð því ekki lækka af þeim sökum. Þá eru allar líkur taldar á því að Ísland gæti samið um að viðhalda ríkiseinkasölu á áfengi, á grundvelli fordæma sem gefin voru í aðildarviðræðum Finnlands og Svíþjóðar. Lítil ástæða er því til að ætla annað en að núverandi umhverfi verðlagningar áfengis héldist svo til óbreytt þótt Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu.- Rýniskýrsla samningahóps um samkeppnismál. 8. kafli. (Skoðað 27.03.2013).
- Samningsafstaða Íslands í 8. kafla um samkeppnismál. (Skoðað 27.03.2013).
- Rýniskýrsla samningahóps um skattamál. 16. kafli. (Skoðað 27.03.2013).
- Samningsafstaða Íslands í 16. kafla um skattamál. (Skoðað 27.03.2013).
- Jón Snorri Snorrason. 2012: Hafa auknar álögur á áfengi haft áhrif á eftirspurn og tekjur ríkissjóðs? (Skoðað 27.03.2013).
- Reynir Ragnarsson. 2004: Verðlagning áfengis á Íslandi. (Skoðað 27.03.2013).
- Lög og reglur - atvr.is (Skoðað 27.03.2013).
- Icelandic beer - flickr.com. (Sótt 27.03.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur28.3.2013
Flokkun:
Efnisorð
ESB Ísland áfengi áfengisverð álögur á áfengi áfengisgjald vörugjöld alkóhól áfengir drykkir ríkiseinkasala á áfengi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ÁTVR áfengissala tóbak innflutningur
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Mun áfengisverð lækka ef við göngum í ESB?“. Evrópuvefurinn 28.3.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64916. (Skoðað 6.12.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Gæti samninganefnd Íslands samið um að hingað yrði ekki flutt inn lambakjöt frá Evrópu gengi Ísland í Evrópusambandið?
- Hvenær er talið að aðildarsamningurinn verði kláraður? Er það eitthvað vitað?
- Hvað fáum við marga þingmenn á Evrópuþingið ef Ísland gengur í ESB?
- Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?
- Hafa einhver ríki afturkallað umsókn að ESB áður en aðildarferlinu lýkur?
- Hvernig mundi vinnumarkaðurinn á Íslandi breytast ef við göngum í ESB?
- Hver eru samningsmarkmið Íslands varðandi heimskautarefinn í viðræðunum við ESB?
- Hver eru rökin fyrir því að hætta við aðildarumsóknina áður en við sjáum aðildarsamninginn?
- Eru einhver tímamörk á aðildarviðræðunum eða geta þær verið "endalausar"?
- Verða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um væntanlegan aðildarsamning Íslands að ESB ekki örugglega bindandi?