Hvernig mundi vinnumarkaðurinn á Íslandi breytast ef við göngum í ESB?
Spyrjandi
Ragna Sólveig
Svar
Kaflinn um félags- og atvinnumál heyrir undir EES-samninginn og því hefur Ísland að mestu tekið upp þá löggjöf Evrópusambandsins sem varðar vinnumarkaðinn. Möguleg aðild Íslands að sambandinu hefði því ekki í för með sér miklar breytingar á íslenskum vinnumarkaði. Helstu breytingar yrðu þær að íslensk stjórnvöld fengju aukið aðgengi að ákvarðanatökuferli sambandsins, auk aðildar að stofnunum og sjóðum þess. Samninganefnd Íslands fer ekki fram á neinar sérlausnir eða undanþágur í kaflanum. Þó er bent á að huga þurfi sérstaklega að einni tilskipun sem varðar réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja gagnvart starfsmönnum sínum á meðan þeir starfa tímabundið í öðrum ríkjum, en Ísland hefur átt í erfiðleikum með að sinna því eftirliti sem tilskipunin mælir fyrir um.- Félagsmálasjóði Evrópu,
- Evrópusjóði um aðlögun vegna alþjóðavæðingar,
- Evrópustofnun um bætt starfsskilyrði og lífskjör,
- Vinnuverndarstofnun Evrópusambandsins,
- Evrópumiðstöð um þróun starfsþjálfunar,
- Evrópustofnun um jafnrétti kynjanna og
- Evrópsku örlánamiðstöðinni.
- Samningsafstaða Íslands í kafla 19 um félags- og vinnumál. (Skoðað 01.03.2013).
- Rýniskýrsla Samninganefndar Íslands um félags- og vinnumál. (Skoðað 01.03.2013).
- Vinnumarkaður - Alþýðusamband Íslands. (Skoðað 01.03.2013).
- Útsendir starfsmenn EES. Alþýðusamband Íslands. (Skoðað 01.03.2013).
- Elín Blöndal. 2005. Greinagerð um starfsmannaleigur unnin fyrir félagsmálaráðuneytið. (Skoðað 01.03.2013).
- Halldór Gröndal. Minnisblað til miðstjórnar ASI um Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 45/2007. (Skoðað 01.03.2013).
- L´équipe Patrimoine d´ORCOM vous informe sur le changement des tables de mortalité des contrats Madelin | Orcom le blog, expertise comptable, audit, conseil. (Sótt 1.3.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 1.3.2013
Efnisorð
ESB vinnumarkaður félags- og atvinnumál vinnulöggjöf ESB vinnutími öryggi á vinnustað vinnuskilyrði lestaumferð ákvarðanatökuferli ESB Félagsmálasjóður Evrópu Evrópusjóður um aðlögun vegna alþjóðavæðingar
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hvernig mundi vinnumarkaðurinn á Íslandi breytast ef við göngum í ESB?“. Evrópuvefurinn 1.3.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63763. (Skoðað 6.12.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvað breytist varðandi réttindi á vinnumarkaði með inngöngu í ESB?
- Hver er aðkoma Íslands að mótun vinnumarkaðslöggjöfar ESB og hvernig mundi hún breytast við aðild?
- Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?
- Er atvinnuleysi á Spáni Evrópusambandinu að kenna og hverju breytir evran fyrir ástandið?
- Hverjir eru möguleikar lögmanns, sem er menntaður á Íslandi, á að vinna innan Evrópska efnahagssvæðisins? Breytist það við inngöngu í ESB?
- Hvernig mundu atvinnulausir græða á ESB-aðild?