Hvernig mundu atvinnulausir græða á ESB-aðild?
Spyrjandi
Hafþór Haukur Heiðarsson
Svar
Reglur Evrópusambandsins um samræmingu réttinda atvinnulausra í aðildarríkjunum hafa þegar verið innleiddar í íslensk lög á grundvelli EES-samningsins. Réttarstaða atvinnulausra mundi því ekki breytast við aðild Íslands að Evrópusambandinu.- Ríkisborgari EES-ríkis sem verður atvinnulaus í öðru EES-ríki á rétt á atvinnuleysisbótum í því landi þar sem hann starfaði síðast (sjá ólíkar reglur um atvinnuleysisbætur eftir löndum), sérstakar reglur gilda um þá sem hafa starfað í öðru landi en þar sem þeir hafa fasta búsetu.
- Þegar atvinnuleysisbætur eru reiknaðar út skal tekið tillit til tímabila sem ríkisborgari EES-ríkis hefur starfað og verið atvinnuleysistryggður í öðru EES-ríki, ef það er nauðsynlegt til að viðkomandi uppfylli reglur um bótarétt.
- Ríkisborgara EES-ríkis sem þiggur atvinnuleysisbætur í einu EES-ríki er, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, heimilt að flytja til annars EES-ríkis í þeim tilgangi að leita að vinnu og þiggja bætur þaðan í allt að þrjá mánuði (mögulegt er að lengja tímann í sex mánuði). Nánari upplýsingar um þennan möguleika má finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar.
- Unemployment Falls to 7.7% - Choose Your Stance. (Sótt 28.02.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 1.3.2013
Efnisorð
ESB EES atvinnulausir atvinnuleysi frjáls för tryggingar atvinnuleysisbætur almannatryggingar almannatryggingkerfi samræming réttinda vinnuafl launþegi farandlaunþegi gistiríki
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Hvernig mundu atvinnulausir græða á ESB-aðild?“. Evrópuvefurinn 1.3.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63762. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?
- Hverjir eru möguleikar lögmanns, sem er menntaður á Íslandi, á að vinna innan Evrópska efnahagssvæðisins? Breytist það við inngöngu í ESB?
- Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins?
- Hvað breytist varðandi réttindi á vinnumarkaði með inngöngu í ESB?
- Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB?