Spurning
Hverjir eru möguleikar lögmanns, sem er menntaður á Íslandi, á að vinna innan Evrópska efnahagssvæðisins? Breytist það við inngöngu í ESB?
Spyrjandi
Sigvaldi Fannar Jónsson
Svar
Fyrir lögmann, sem er menntaður á Íslandi, eru tvær leiðir til að veita lögmannsþjónustu í öðru landi innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Annars vegar getur hann veitt lögmannsþjónustu í öðru aðildarríki (gistiríki) undir starfsheiti heimalands síns og hins vegar getur hann fengið leyfi til að nota lögmannstitil gistiríkisins. -- Þessar reglur eru gott dæmi um það hvernig svokallað fjórfrelsi birtist í verki, í þessu tilviki frelsið til viðskipta með þjónustu. Réttur lögmanna til að veita þjónustu í gistiríki undir starfsheiti heimalands Í fyrsta lagi geta lögmenn veitt tímabundna lögmannsþjónustu í öðru aðildarríki undir starfsheiti heimalands síns á grundvelli tilskipunar (nr. 77/249/EEC) um lögmannsþjónustu. Lögmaður getur þannig gætt hagsmuna málsaðila fyrir erlendum dómstóli hliðstæðum þeim sem hann hefur réttindi fyrir í heimalandi. Lögmanni ber að fara eftir siðareglum þess fagfélags sem hann tilheyrir í heimalandinu, að virtum þeim reglum sem gilda um starfsgrein hans í gistiríkinu. Þjónustu sem lýtur að hagsmunagæslu fyrir dómstólum eða yfirvöldum ber að sinna í samræmi við þau skilyrði sem sett eru lögmönnum í gistiríki. Tekið er fram að reglur um heimilisfesti og skráningu í fagfélög taki ekki til lögmanna sem falla undir tilskipunina. Aðildarríkin geta gert kröfu um að lögmaður, sem veitir þjónustu á þessum grunni, leggi fram gögn um að hann hafi réttindi til að starfa sem lögmaður í heimalandi sínu. Ennfremur er þeim heimilt að krefjast þess að lögmaður, sem gætir hagsmuna málsaðila fyrir dómstóli, starfi í þinghöldum með lögmanni sem hefur öðlast lögmannsréttindi í gistiríkinu og er þá ábyrgur gagnvart dómstólnum.- Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið
- Lissabon sáttmálinn
- Tilskipun 77/249/EEC – Lögmannsþjónustutilskipunin
- Tilskipun 98/5/EC – Staðfesturéttartilskipunin
- Tilskipun 2005/36/EC – Um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi
- Tilskipun 2006/123/EC – Þjónustutilskipunin
- Björn Friðfinnsson: Háskólafyrirlestur um staðfesturétt
- Björn Friðfinnsson: Háskólafyrirlestur um frjáls þjónustuviðskipti
- Mynd sótt á heimasíðu Evrópudómstólsins 19. júlí 2011
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur19.7.2011
Tilvísun
Jóhanna Katrín Magnúsdóttir. „Hverjir eru möguleikar lögmanns, sem er menntaður á Íslandi, á að vinna innan Evrópska efnahagssvæðisins? Breytist það við inngöngu í ESB?“. Evrópuvefurinn 19.7.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=53680. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Jóhanna Katrín Magnúsdóttirlögfræðingur, LLM í Evrópurétti
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela