Spurning

Hvað fáum við marga þingmenn á Evrópuþingið ef Ísland gengur í ESB?

Spyrjandi

N.N.

Svar

Ákveði Íslendingar að ganga í Evrópusambandið má gera ráð fyrir því að Ísland fengi úthlutað sex þingsætum á Evrópuþinginu.


Úr sal Evrópuþingsins í Brussel.
Ástæðan er fyrst og fremst sú að í sáttmálanum um Evrópusambandið er kveðið á um að aldrei skuli vera færri en sex þingmenn frá hverju aðildarríki á þinginu (2. mgr. 14. gr. sáttmálans um Evrópusambandið). Fulltrúar Íslands á Evrópuþinginu gætu því ekki orðið færri en sex.

Þá verður að teljast afar ólíklegt að Ísland fengi úthlutað fleiri en sex þingsætum, en þeim er skipt milli aðildarríkjanna í hlutfalli við íbúafjölda þeirra. Fjögur aðildarríki Evrópusambandsins eiga nú sex fulltrúa á Evrópuþinginu og eru þau öll fjölmennari en Ísland. Þau eru Eistland með 1,3 milljónir íbúa, Kýpur með 800 þúsund íbúa, Lúxemborg með 511 þúsund íbúa og Malta með 452 þúsund íbúa.

Heimildir og mynd:

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur22.3.2013

Flokkun:

Evrópumál > Stofnanir

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Hvað fáum við marga þingmenn á Evrópuþingið ef Ísland gengur í ESB?“. Evrópuvefurinn 22.3.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64611. (Skoðað 6.10.2024).

Höfundur

Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Við þetta svar er engin athugasemd Fela