Spurning
Hverju breytir Lissabon-sáttmálinn í vægi aðildarríkja innan Evrópuþings og framkvæmdastjórnar?
Spyrjandi
Gunnlaugur Ingvarsson, Halldór Carlsson
Svar
Með Lissabon-sáttmálanum eykst vægi Evrópuþingsins í ákvarðanatöku Evrópusambandsins með því að ráðið (Council of the European Union, áður kallað ráðherraráð) og Evrópuþingið taka sameiginlega ákvarðanir á enn fleiri sviðum en áður. Þá felur sáttmálinn einnig í sér breytingar á fjölda og hlutföllum þingmanna á Evrópuþinginu. Gert er ráð fyrir að hámarksfjöldi þingmanna skuli framvegis vera 750 til viðbótar við forseta Evrópuþingsins, en fjöldi þingmanna er nú 736. Hámarksfjöldi þingmanna fyrir hvert ríki skal vera 96 og lágmark sex. Þessar breytingar hafa það í för með sér að þingmenn frá Þýskalandi verða þremur færri en nú, þingmenn frá Frakklandi tveimur fleiri, þingmenn frá Ítalíu og Bretlandi einum fleiri og þingmenn frá Spáni fjórum fleiri. Hvað varðar smærri ríki sambandsins þá verða þingmenn frá Möltu einum fleiri, þingmenn frá Lúxemborg, Kýpur og Eistlandi jafnmargir og í dag, og þingmenn frá Slóveníu og Lettlandi einum fleiri. Aðlögun að þessum breytingum á að ljúka fyrir lok yfirstandandi kjörtímabils, sem er frá 2009 til 2014. Af þessu má sjá að breytingar á hlutföllum á Evrópuþinginu milli smáríkja og stærri ríkja með Lissabon-samningnum eru óverulegar. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið fengi það sex þingmenn ef fyrrnefnd breyting verður komin á, annars fimm þingmenn. Talan 6 þingmenn af 750 samsvarar 0,8% en 5 af 740-750 eru 0,7%. Þar sem talan 6 er fyrirhugaður lágmarksfjöldi þingmanna frá hverju landi og talan 750 er hámarksfjöldi þingmanna í heild, getur hlutfall hverrar þjóðar ekki orðið lægra en 0,8% samkvæmt ákvæðum Lissabon-sáttmálans. Fjöldi Evrópuþingmanna fyrir hvert aðildarríki ESB, fyrir og eftir breytingu Lissabon-sáttmálansAusturríki | 17 | 19 | Litháen | 12 | 12 |
Belgía | 22 | 22 | Lúxemborg | 6 | 6 |
Bretland | 72 | 73 | Malta | 5 | 6 |
Búlgaría | 17 | 18 | Portúgal | 22 | 22 |
Danmörk | 13 | 13 | Pólland | 50 | 51 |
Eistland | 6 | 6 | Rúmenía | 33 | 33 |
Finnland | 13 | 13 | Slóvakía | 13 | 13 |
Frakkland | 72 | 74 | Slóvenía | 7 | 8 |
Grikkland | 22 | 22 | Spánn | 50 | 54 |
Holland | 25 | 26 | Svíþjóð | 18 | 20 |
Írland | 12 | 12 | Tékkland | 22 | 22 |
Ítalía | 72 | 73 | Ungverjaland | 22 | 22 |
Kýpur | 6 | 6 | Þýskaland | 99 | 96 |
Lettland | 8 | 9 |
- Algjörs jafnræðis skal gætt milli aðildarríkjanna um það í hvaða röð og hve lengi ríkisborgarar þeirra sitja sem framkvæmdastjórar; munurinn á heildarfjölda skipunartímabila ríkisborgara hvaða tveggja aðildarríkja sem er má því aldrei vera meiri en einn.
- Með fyrirvara um a-lið skal hver ný framkvæmdastjórn skipuð með þeim hætti að hún endurspegli með fullnægjandi hætti lýðfræðilega og landfræðilega stöðu allra aðildarríkjanna.
- Fondation Robert Schuman: Understanding the Lisbon Treaty
- Lissabon sáttmálinn, íslensk þýðing. Sjá III. Bálk um stofnanaákvæði, bls. 22-27
- EU ABC
- EU Observer: Ireland has a diplomatic victory but the real winner is Europe
- Yfirlýsing leiðtogaráðsins um að áfram verði einn framkvæmdastjóri frá hverju aðildarríki ef Írar samþykki Lissabon-sáttmálann
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 5.7.2011
Tilvísun
Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Hverju breytir Lissabon-sáttmálinn í vægi aðildarríkja innan Evrópuþings og framkvæmdastjórnar?“. Evrópuvefurinn 5.7.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60200. (Skoðað 9.12.2024).
Höfundur
Vilborg Ása Guðjónsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og verkefnastjóri á Evrópuvef
Prenta
Senda
Við þetta svar er ein athugasemd
Fela athugasemd
Takk fyrir svarið.
Þið alla vegana reynduð, "so far so good". En því miður þá finnst mér svarið vera hálfþunnt í roðinu og ófullnægjandi og svona mjög embættislega og skrifræðislega staðlað eins og ég reyndar því miður bjóst við! Takk samt, við meiru var ekki að búast!