Spurning
Hvað gerir framkvæmdastjórn ESB?
Spyrjandi
Kári Walter, f. 1992
Svar
Hlutverk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission) eru skilgreind í 17. grein sáttmálans um Evrópusambandið. Í fyrsta lagi er hún handhafi framkvæmdavalds. Ekki síst á sviði samkeppnismála geta ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar haft víðtæk áhrif en hún getur meðal annars komið í veg fyrir samruna fyrirtækja og lagt sektir á fyrirtæki sem misnota ráðandi markaðsstöðu sína, auk þess sem hún hefur eftirlit með ríkisaðstoðarkerfum aðildarríkjanna. Í öðru lagi er framkvæmdastjórnin verndari sáttmála ESB. Hún hefur eftirlit með beitingu sáttmálanna og laga sem stofnanir ESB hafa sett á grundvelli þeirra. Telji hún að aðildarríki hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt sáttmálunum getur hún farið með málið fyrir dómstól Evrópusambandsins.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur22.6.2011
Efnisorð
ESB Evrópusambandið framkvæmdastjórn hlutverk handhafi framkvæmdavalds verndari sáttmála frumkvæðisréttur löggjöf fulltrúi ESB lýðræðishalli
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Hvað gerir framkvæmdastjórn ESB?“. Evrópuvefurinn 22.6.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=25169. (Skoðað 6.12.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela