Hver eru samningsmarkmið Íslands varðandi heimskautarefinn í viðræðunum við ESB?
Spyrjandi
Magnús Ragnarsson
Svar
Markmið Íslands varðandi heimskautarefinn, í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, er að hann verði undanþeginn friðun og að hér verði áfram heimilt að setja reglur um stjórnun nýtingar og veiða á dýrum úr íslenskum stofnum heimskautarefsins. Samningskaflinn um umhverfismál, sem reglur sambandsins um verndun villtra dýra tilheyrir, var opnaður á ríkjaráðstefnu í desember 2012 og honum hefur ekki verið lokað. Samninganefndin hefur ekkert gefið upp um hvaða árangri hún telji sig munu ná í viðræðunum. Ljóst er að fordæmi eru fyrir því að undanþágur séu veittar frá friðun tiltekinna dýrategunda í aðildarviðræðum, þótt ekki verði fullyrt hér að staða íslenska refastofnsins sé sambærileg og staða þeirra stofna.- Að á eftir orðinu „*Alopex lagopus“ komi orðin „(að undanskildum íslenskum stofnum)“ í A-hluta IV. viðauka um tegundir sem þarfnast strangrar verndar.
- Að íslenskum stofnum heimskautarefsins (Alopex lagopus) verði bætt við í V. viðauka um tegundir sem föngun hverra og nýting í náttúrunni kann að falla undir ráðstafanir í tengslum við stjórnun.
Heimskautarefurinn er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 og skilyrði um refaveiðar eru takmörkuð með sérákvæðum laganna. Heimilt er að stunda refaveiðar frá 1. ágúst til 30. apríl. Engin rándýr herja á heimskautarefinn. Staða heimskautarefsins að því er varðar áhrif hans á umhverfi sitt á Íslandi er sambærileg stöðu rauðrefsins í Evrópu, en hann lifir ekki á Íslandi. Vísindagögn gefa til kynna að stofninn hafi farið stækkandi á undanförnum áratugum. Búfénaði og æðarvarpi er talin stafa ógn af heimskautarefnum. Veiðar á heimskautaref eru undir stjórn sveitarfélaganna, sem ber skylda til að ráða kunnáttumann til refaveiða ef það er talið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir tjón. Sveitarfélögin greiða skotmanninum fyrir hvern veiddan ref. Sveitarfélögin hafa skilað ítarlegri skýrslu um slíkar veiðar til Umhverfisstofnunar á hverju ári frá 1957. Öllum skotmönnum er skylt að skila árlega inn skýrslu um veiðarnar til Umhverfisstofnunar.Samninganefndin hefur ekkert gefið upp um hvaða árangri hún telji sig munu ná í viðræðunum. Í greinargerð samningahóps Íslands um umhverfismál kemur hins vegar fram að ef ekki takist að semja um undanþágu frá alfriðun refsins þyrfti að endurskoða frávik frá friðun refsins í íslenskri löggjöf með tilliti til undanþáguheimildar vistgerðartilskipunarinnar og að líklega þyrfti að endurskoða veitingu ríkisstyrkja vegna refaveiða. Þess má að lokum geta að dæmi eru fyrir því að undanþágur hafi verið veittar frá alfriðun tiltekinna dýrategunda í aðildarviðræðum ríkja við Evrópusambandið. Þannig sömdu til dæmis Finnar um undanþágu frá friðun þriggja dýrategunda, meðal annars úlfa (Canis lupus) á svæðum hreindýraræktar, sem almennt eru taldar strangrar verndar þurfi samkvæmt reglum Evrópusambandsins. Mynd:
- Terianniaq-Qaqortaq-arctic-fox.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 22.02.2013).
Er búið að opna kaflann sem inniheldur veiðistjórnun og hver eru samningsmarkmið Íslands varðandi heimskautarefinn? Hvaða árangri telur nefndin að hún nái varðandi undanþágur frá reglum ESB varðandi friðun heimsskautarefsins ef þessum kafla hefur ekki verið lokað, og ef honum hefur verið lokað, hvaða samningsniðurstöðu var komist að?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur22.2.2013
Efnisorð
heimskautarefurinn refur aðildarviðræður samningsafstaða samningaviðræður samningskafli umhverfismál vistgerðartilskipun vernd nýting stjórn föngun friðun alfriðun veiðar
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Hver eru samningsmarkmið Íslands varðandi heimskautarefinn í viðræðunum við ESB?“. Evrópuvefurinn 22.2.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62491. (Skoðað 9.12.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Eru refa- og minkaveiðar ólöglegar samkvæmt reglum ESB?
- Hver er munurinn á varanlegum undanþágum og sérlausnum í samningaviðræðum við ESB, í lagalegum skilningi?
- Ég sat í veiðikofa um daginn eftir rólegan rjúpnadag og þá var fullyrt að við inngöngu í ESB mundu veiðar á rjúpu og svartfugli verða bannaðar. Er þetta rétt?
- Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB?
- Verður leyfilegt að flytja inn hross frá öðrum löndum ef við göngum í ESB?