Ef Ísland yrði hluti af ESB yrðu íslensk stjórnvöld þá neydd til að lækka virðisaukaskatt svo að íslensk verslun stæðist samkeppni frá öðrum Evrópuríkjum?
Spyrjandi
Sæmundur E. Þorsteinsson
Svar
Engar reglur eru til í Evrópusambandinu sem kveða á um hámarkshlutfall virðisaukaskatts (VSK). Íslenskum stjórnvöldum yrði því ekki gert að lækka hlutfall innlends virðisaukaskatts við aðild að Evrópusambandinu. Töluverð samræming hefur þó átt sér stað milli aðildarríkja ESB á sviði virðisaukaskatts, meðal annars hafa verið settar reglur um lágmarkshlutfall VSK og skiptingu í þrep. — Að svo miklu leyti sem virðisaukaskattur hefur áhrif á samkeppnishæfni íslenskrar verslunar og þjónustu má ljóst vera að hagsmunaaðilar hefðu hag af lækkun virðisaukaskatts óháð aðild að ESB. Þrýstingur á stjórnvöld, um lækkun virðisaukaskatts af samkeppnisástæðum, er því ekki líklegur til að aukast sérstaklega í tenglsum við hugsanlega aðild Íslans að ESB.ESB-ríkin og Ísland | Virðisaukaskattur |
---|---|
Lúxemborg | 15% |
Kýpur | 17% |
Spánn og Malta | 18% |
Þýskaland og Holland | 19% |
Frakkland | 19,6% |
Austurríki, Bretland, Búlgaría, Eistland, Slóvakía, Slóvenía og Tékkland | 20% |
Belgía, Ítalía, Lettland og Litháhen | 21% |
Finnland, Grikkaland, Írland, Portúgal og Pólland | 23% |
Rúmenía | 24% |
Danmörk og Svíþjóð | 25% |
Ísland | 25,5% |
Ungverjaland | 27% |
- Rýniskýrsla samninganefndar Íslands um skattamál vegna aðildarviðræðna Íslands og ESB. (Skoðað 19.10.2012).
- Samningsafstaða Íslands varðandi skattamál (2012). (Skoðað 19.10.2012).
- EU VAT rates 2012 - International VAT Services. (Skoðað 19.10.2012).
- Taxation and Customs Union - ec.europa.eu. (Skoðað 19.10.2012).
- VAT rates and removal of fiscal frontiers in the EU - europedia.moussis.eu. (Skoðað 19.10.2012).
- New 27% VAT rate in Hungary in 2012 - International VAT & GST Services. (Skoðað 19.10.2012).
- VSK - samband.is. (Skoðað 19.10.2012).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur19.10.2012
Flokkun:
Efnisorð
ESB virðisaukaskattur skatthlutfall verslun vörur þjónusta samkeppni skattþrep hámark lágmark
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Ef Ísland yrði hluti af ESB yrðu íslensk stjórnvöld þá neydd til að lækka virðisaukaskatt svo að íslensk verslun stæðist samkeppni frá öðrum Evrópuríkjum?“. Evrópuvefurinn 19.10.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63362. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Er samræmd stefna í skattamálum innan ESB?
- Er ekki rétt skilið að tollar á vörum milli ESB-ríkja falla niður við inngöngu í ESB, til dæmis þegar vara er pöntuð á Netinu?
- Hversu hár er tollur ESB á vörur frá Bandaríkjunum og hve mikið mundu þær hækka hlutfallslega í verði ef Ísland gengi í ESB?
- Hver er stefna ESB þegar kemur að viðskipta- og fríverslunarsamningum?
- Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun?
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Þakka mjög greinargott svar og ítarlegt. Lúxemborg hefur lægsta virðisaukaskattinn í ESB samkvæmt svarinu. Er þá ekki einboðið að póstverslanir ESB hópist þangað? Mér skilst að Amazon.de sé þar.
Sæll Sæmundur.
Það er rétt að Amazon.de er skráð í Lúxemborg. Það er þó varla vegna þess að virðisaukaskattstigið er lægst þar í landi. Reglur um virðisaukaskattsinnheimtu af póstverslun í Evrópusambandinu er með þeim hætti að þegar heildarsala fjarsöluaðila til allra viðskiptavina tiltekins ríkis fer upp yfir ákveðinn þröskuld (ýmist 35.000 eða 100.000 evrur) þurfa söluaðilar að leggja á virðisaukaskattshlutfall heimalands kaupandans en ekki hlutfall sölulandsins. Nánar er fjallað um þetta í svari við spurningunni Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun?