Er ekki rétt skilið að tollar á vörum milli ESB-ríkja falla niður við inngöngu í ESB, til dæmis þegar vara er pöntuð á Netinu?
Spyrjandi
Finnur Pálmi Magnússon, Guttormur Helgi Jóhannesson
Svar
Jú, þetta er rétt skilið. Innflutningstollar á vörum sem fluttar eru inn til landsins frá ESB-ríkjum mundu falla niður við aðild Íslands að ESB, það er að segja þeir tollar sem ekki hafa verið afnumdir nú þegar með EES-samningnum. Þetta gildir hvort sem vörurnar eru pantaðar á Netinu, í gegnum síma eða einstaklingar ferðast með þær sjálfir yfir landamæri. Á vörur frá ríkjum utan ESB yrðu hins vegar lagðir tollar í samræmi við sameiginlega tollskrá ESB.- Samsteypt útgáfa sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálinn).
- Greinargerð samningahóps um fjárhagsmálefni um tollamál.
- Heimasíða þýska tollsins.
- Mynd sótt á myndasíðu Tollstjóra, 3.10.11.
Í dag þegar við pöntum af Netinu greiðum við sérstakt tollskýrslugjald og tolla af vörum sem oftar en ekki eru reiknaðir ofan á flutningskostnað. Er það ekki alveg örugglega rétt skilið að við inngöngu í ESB fellur allt þetta niður af vörum sem pantaðar eru innan sambandsins og ég greiði einungis andvirði vörunnar og sendingarkostnað?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 3.10.2011
Flokkun:
Efnisorð
ESB tollar tollabandalag innflutningur útflutningur frjálst vöruflæði aðflutningsgjöld virðisaukaskattur vörugjöld tollskýrslugjald áfengi og tóbak ökutæki
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Er ekki rétt skilið að tollar á vörum milli ESB-ríkja falla niður við inngöngu í ESB, til dæmis þegar vara er pöntuð á Netinu?“. Evrópuvefurinn 3.10.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60141. (Skoðað 6.12.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvernig munu gjöld á innfluttar bifreiðar breytast ef Ísland gengur í ESB?
- Ef Ísland yrði hluti af ESB yrðu íslensk stjórnvöld þá neydd til að lækka virðisaukaskatt svo að íslensk verslun stæðist samkeppni frá öðrum Evrópuríkjum?
- Hvernig eru útgjöld Evrópusambandsins fjármögnuð?
- Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun?
- Hvert er eðli EES-samningsins?