Spurning

Af hverju gerir Ísland ekki fríverslunarsamning við Bandaríkin? - Myndband

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Tvær ástæður eru fyrir því að Ísland hefur ekki gert fríverslunarsamning við Bandaríkin. Í fyrsta lagi gera skýrar kröfur Bandaríkjamanna um niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum, það að verkum að erfitt yrði að ná samningum sem samræmdust stefnu íslenskra stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Í öðru lagi hafa Bandaríkin ítrekað gefið til kynna í samskiptum við íslensk stjórnvöld, að í ljósi takmarkaðra viðskiptahagsmuna hafi þau ekki áhuga á gerð tvíhliða samnings við Ísland.

This text will be replaced

Hægt er að lesa meira um samskipti Íslands og Bandaríkjanna í svarinu Af hverju gerir Ísland ekki fríverslunarsamning við Bandaríkin?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á Youtube-síðu Evrópuvefsins.
Við þetta svar er engin athugasemd Fela