Spurning

Hvað er undanskilið í EES-samningnum? - Myndband

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

EES-samningurinn er ekki samningur um stofnun tollabandalags og kveður ekki á um sameiginlega viðskiptastefnu aðildarríkjanna. Utan hans falla enn fremur sameiginlegar stefnur ESB í landbúnaðarmálum og sjávarútvegsmálum, náttúruvernd, auðlindanýting, efnahags- og myntbandalag Evrópu sem og sameiginleg utanríkis- og öryggisstefna sambandsins. Samstarf ESB á sviði dóms- og innanríkismála fellur einnig utan EES-samningsins en Ísland er hins vegar aðili að Schengen-samstarfinu, sem flokkast sem dóms- og innanríkismál á grundvelli sérstaks samnings þar að lútandi.

This text will be replaced

Hægt er að lesa meira um það sem er undanskilið í EES-samningnum í svari við spurningunni Hvað er undanskilið í EES-samningnum?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins. Myndbandið er unnið í samstarfi við Áttavitann.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur16.11.2012

Tilvísun

Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hvað er undanskilið í EES-samningnum? - Myndband“. Evrópuvefurinn 16.11.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63718. (Skoðað 9.9.2024).

Höfundur

Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum

Við þetta svar er engin athugasemd Fela