Aðildarríki Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil sambandsins, evru, og mundi Ísland þurfa að gera það einnig ef við gerðumst aðili að sambandinu. Aðildarríkjum er á hinn bóginn í sjálfsvald sett hvenær þau gerast aðilar að gengissamstarfi Evrópu en tveggja ára þátttaka í ...
Óhætt er að fullyrða að Evrópusambandið er einstætt ríkjasamband og að því leyti er það tæplega sambærilegt við nokkuð annað sögulegt fyrirbæri eða „kerfi í sögunni“. Það sem einkennir sambandið er annars vegar að það er samband fullvalda þjóðríkja, sem halda fast í táknræn gildi þjóðríkisins. Hins vegar er samsta...
Hvalveiðar heyra undir umhverfismál hjá Evrópusambandinu og eru bannaðar samkvæmt svonefndri vistgerðartilskipun. Hið sama gildir um viðskipti með hvalaafurðir innan sambandsins. Nær öll aðildarríkin eru hlynnt banninu og ekkert þeirra stundar hvalveiðar. Það væri því ólíklegt að Ísland fengi undaþágu frá því bann...
Aðildarríki Evrópusambandsins skiptast á að fara með formennsku í ráðinu á hálfs árs fresti. Formennska í ráðinu er nánar skilgreind í svari við spurningunni Hvað felst í því að fara með formennsku í ráðinu?
Aðildarríkin ákveða sjálf hversu miklum fjármunum þau eyða í sinni formennskutíð. Kostnaðurinn er því br...
Efnahagslegum refsingum er beitt til að knýja fram pólitísk markmið. Efnahagslegar refsiaðgerðir fela í sér að hömlur eru lagðar á inn- eða útflutning fjármagns, vara, tækni eða þjónustu ákveðins ríkis eða hóps ríkja með það fyrir augum að hvetja viðkomandi ríki til að bæta framferði sitt og fara að alþjóðalögum. ...
Í spurningunni felst líklega skírskotun til umræðna sem áttu sér stað á Alþingi í byrjun nóvember þegar Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hver embættismannakvóti Íslands yrði við hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að engar reglu...
Aðalráðið (e. General Council) samanstendur af forseta og varaforseta Seðlabanka Evrópu og seðlabankastjórum allra aðildarríkja ESB. Tíu ríki innan Evrópusambandsins taka ekki þátt í þriðja áfanga Efnahags- og myntbandalagsins sem felur í sér upptöku evru. Þó er gert ráð fyrir því að öll aðildarríki ESB taki upp e...
Svarið við því um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið er að finna í opinberum samningsafstöðum aðalsamninganefndar í samningsköflunum 33. Til grundvallar viðræðunum liggja réttarreglur Evrópusambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarríki að innleiða þær í heild sinni. Það sem þarf ...
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Ef EES-reglugerð er innleidd í íslensk lög í rangri þýðingu hvort gildir þá upprunalega reglugerðin eða ranga íslenska þýðingin?
Lögfræði, líkt og margar aðrar fræðigreinar, leggur mikið upp úr skýringu hugtaka. Úrlausn dómsmála sem varða mikilsverða hagsmuni getur ...
Á grundvelli EES-samstarfsins innleiðir Ísland alla löggjöf á sviði umhverfismála sem falla innan sviðs þess. Það á einnig við um úrgangsmál sem lúta algerlega regluverki ESB. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið mundi það eitt ekki leiða til breytinga á reglum um sorpvinnslu á Íslandi þar sem reglurnar eru nú þegar ...
Samstarf aðildarríkja Evrópusambandsins er yfirþjóðlegt (e. supranational). Við inngöngu í sambandið framselja ríki stofnunum sambandsins hluta fullveldis síns. Aðildarríkin deila þannig fullveldi sínu á sviðum þar sem þau telja farsælla að setja reglur og móta stefnur sameiginlega heldur en hvert í sínu lagi.
...
Evrópusambandið hefur ekki eigin her á sínum snærum. Aðildarríki sambandsins starfa þó saman að öryggis- og varnarmálum og mynda hernaðarleg teymi í tengslum við ákveðin verkefni. Það er þó ávallt að frumkvæði einstakra ríkja og eru aðildarríki ekki skuldbundin til þátttöku.
Frá árinu 1999 hefur ESB stefnt að þ...
Ákvarðanir um það hvort hér verði byggt upp lestarkerfi eða viðbætur gerðar á íslensku samgöngukerfi eru óháðar mögulegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef íslensk stjórnvöld ákveða að koma á fót lestarkerfi hérlendis mundi það þurfa að fylgja reglum Evrópusambandsins um lestasamgöngur, hvort sem við værum í E...
Svæðanefnd Evrópusambandsins (e. Committee of the Regions) var komið á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1994 í þeim tilgangi að efla aðkomu sveitarstjórna og annarra svæðisbundinna yfirvalda í aðildarríkjunum að ákvarðanatökuferli sambandsins. Svæðanefndin gegnir ráðgefandi hlutverki gagnvart Evrópuþinginu, fra...
Sameining Evrópu hefur oft verið á dagskrá í aldanna rás, oftast sem hugmynd en næst veruleikanum komst hún í Rómaveldi. Á síðari tímum má helst líta á Evrópusambandið sem tilraun til að stofna evrópskt stórríki og sumir halda því fram að það stefni í þá átt. En lítill áhugi virðist vera á slíku bæði hjá evrópskum...