Spurning
Aðalráð Seðlabanka Evrópu
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Aðalráðið (e. General Council) samanstendur af forseta og varaforseta Seðlabanka Evrópu og seðlabankastjórum allra aðildarríkja ESB. Tíu ríki innan Evrópusambandsins taka ekki þátt í þriðja áfanga Efnahags- og myntbandalagsins sem felur í sér upptöku evru. Þó er gert ráð fyrir því að öll aðildarríki ESB taki upp evru um síðir og mundi aðalráðið þá leysast upp. Því má líta á aðalráðið sem eins konar millistigs- (e. transitional) eða aðlögunareiningu innan Seðlabanka Evrópu þar sem seðlabankastjórar þeirra ESB-ríkja sem hafa eigin gjaldmiðla mæta á samráðsfundi með seðlabankastjórum evruríkjanna til að ræða efnahags- og peningamál. Á slíkum fundum er til að mynda farið yfir stöðu þeirra ríkja sem vilja taka upp evru og frammistöðu þeirra í gengissamstarfi Evrópu (e. exchange rate mechanism, ERM II).Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 9.3.2012
Flokkun:
Efnisorð
aðalráð bankaráð framkvæmdastjórn Efnahags- og myntbandalagið gengissamstarf Evrópu seðlabankastjóri Seðlabanki Evrópu
Tilvísun
Evrópuvefur. „Aðalráð Seðlabanka Evrópu“. Evrópuvefurinn 9.3.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62144. (Skoðað 9.12.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela