Spurning
Seðlabanki Evrópu
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Seðlabanki Evrópu (e. European Central Bank, ECB) hóf formlega störf 1. janúar 1999 þegar þriðja stigi Efnahags- og myntbandalagsins (e. Economic and Monetary Union, EMU) var hrundið í framkvæmd og gengi gjaldmiðla tilvonandi evruríkja var endanlega fest. Helsta hlutverk Seðlabanka Evrópu er að fara með stjórn sameiginlegrar peningamálastefnu evruríkjanna. Bankinn hefur aðsetur í Frankfurt í Þýskalandi og í honum starfa rúmlega 1500 manns frá öllum aðildarríkjum ESB. Núverandi forseti Seðlabanka Evrópu er Ítalinn Mario Draghi, sem tók við af Frakkanum Jean Claude Trichet í nóvember 2011. Seðlabanki Evrópu er þungamiðja seðlabankakerfis Evrópu (e. European System of Central Banks, ESCB) sem er samstarf seðlabanka allra aðildarríkja ESB og Seðlabanka Evrópu. Meginmarkmið seðlabankakerfis Evrópu er að viðhalda stöðugu verðlagi innan Evrópusambandsins, en það þýðir að reynt er að koma í veg fyrir verðbólgu. Til að halda verðbólgu í skefjum (eða innan við 2%) fylgist Seðlabanki Evrópu náið með efnahagsþróun í aðildarríkjunum og reynir að hafa áhrif á stöðu hagkerfisins innan sambandsins. Þrjár einingar innan bankans fylgjast með efnahagsþróuninni og taka ákvarðanir sem varða sameiginlega peningamálastefnu evruríkjanna:- Bankaráð Seðlabanka Evrópu (e. Governing Council).
- Framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu (e. Executive Board).
- Aðalráð Seðlabanka Evrópu (e. General Council).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 9.3.2012
Flokkun:
Efnisorð
Efnahags- og myntbandalagið evra evruríki aðalráð bankaráð framkvæmdastjórn forseti Seðlabanka Evrópu Lissabon-sáttmálinn peningamálastefna sáttmálinn um starfshætti Evrópusambandsins seðlabankakerfi Evrópu sjálfstæði
Tilvísun
Evrópuvefur. „Seðlabanki Evrópu“. Evrópuvefurinn 9.3.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60074. (Skoðað 14.9.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela