Spurning

Bankaráð Seðlabanka Evrópu

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Bankaráðið (e. Governing Council) er skipað stjórnarmönnum í framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu og seðlabankastjórum evruríkjanna. Í bankaráðinu eru teknar mikilvægustu ákvarðanirnar varðandi peningamálastefnu evrusvæðisins. Hún ákveður meðal annars stýrivexti hverju sinni, heimilar útgáfu og magn evruseðla og -myntar og gefur framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu fyrirmæli um hvernig eigi að framfylgja ákvörðunum sem teknar eru á hennar vettvangi.

Ákvarðanir eru teknar með einföldum meirihluta og hefur hver aðili innan bankaráðsins eitt atkvæði. Ef meirihluti næst ekki, hefur forseti Seðlabanka Evrópu úrskurðarvald.

Bankaráðið kemur saman tvisvar í mánuði, fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur 9.3.2012

Tilvísun

Evrópuvefur. „Bankaráð Seðlabanka Evrópu“. Evrópuvefurinn 9.3.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62142. (Skoðað 20.7.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela