Spurning

Framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Framkvæmdastjórnin (e. Executive Board) er skipuð forseta Seðlabanka Evrópu, varaforseta og fjórum stjórnarmönnum til viðbótar. Meðlimir framkvæmdastjórnarinnar eru skipaðir úr hópi einstaklinga sem hafa faglega þekkingu og reynslu í peninga- og bankamálum. Ráð ESB skipar í framkvæmdastjórnina eftir að hafa ráðfært sig við Evrópuþingið og bankaráð Seðlabanka Evrópu.

Framkvæmdastjórnin skipuleggur meðal annars fundi bankaráðsins og stjórnar daglegum rekstri Seðlabanka Evrópu. Hún framkvæmir sameiginlegu peningamálastefnuna, í samræmi við ákvarðanir sem teknar eru á fundum bankaráðsins, og veitir seðlabönkum evruríkjanna leiðbeinandi fyrirmæli til að framfylgja þeirri stefnu.

Framkvæmdastjórnin fundar venjulega einu sinni í viku. Hún þarf einnig að geta komið saman með skömmum fyrirvara í neyð.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur 9.3.2012

Tilvísun

Evrópuvefur. „Framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu“. Evrópuvefurinn 9.3.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62143. (Skoðað 9.12.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela