Hverjir eru helstu eigendur Seðlabanka Evrópu og hvert er hlutverk hans við útgáfu evru?
Spyrjandi
Bjarki Kristinsson, Hrólfur Hreiðarsson
Svar
Seðlabanki Evrópu er hlutafélag og eru seðlabankar aðildarríkja Evrópusambandsins, fyrir hönd ríkja sinna, eigendur alls hlutafjár bankans. Evruríkin sautján eru eigendur 70% af heildarhlutafénu en aðildarríkin tíu sem ekki hafa tekið upp evru eiga samtals 30% hlut í bankanum. Hlutur aðildarríkjanna í heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu ákvarðast út frá svokölluðum dreifingarlykli fyrir hlutafjáráskrift (e. key for capital subscription) og er reiknaður út frá íbúafjölda og vergri landsframleiðslu hvers ríkis. Seðlabanki Evrópu endurmetur skiptingu heildarhlutafjárins á fimm ára fresti og í hvert sinn sem nýtt ríki gerist aðili að Evrópusambandinu. Stærstu hluthafar bankans eru seðlabankar Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Ítalíu.- Heimasíða Seðlabanka Evrópu.
- Upplýsingar um hlut aðildarríkjanna í heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu.
- Upplýsingar um útgáfu evru.
- Mynd sótt af heimasíðu Seðlabanka Evrópu 9. mars 2012.
Hverjir eru helstu eigendur ECB? Þegar peningar eru búnir til af ECB, rukka þeir þá einhverja x% fyrir hverja evru sem verður til? Ef svo er, hvernig skiptist sú greiðsla niður? Þ.e.a.s. skiptist hún jafnt niður á lönd eða deilist greiðslan eftir íbúatölu alls sambandsins? Hvaða aðilar taka ákvörðun um hvort þurfi og/eða megi prenta meiri pening?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 9.3.2012
Efnisorð
bankaráð Bretland dreifingarlykill hlutafjáráskrift evra framkvæmdastjórn Frakkland hlutafé Ítalía myntslátta prentun Seðlabanki Evrópu seðlabankar evruríkja verg landsframleiðsla Þýskaland
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hverjir eru helstu eigendur Seðlabanka Evrópu og hvert er hlutverk hans við útgáfu evru?“. Evrópuvefurinn 9.3.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60414. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Er hægt að nota allar evrur í öllum ríkjum Evrópusambandsins? Líka smápeningana?
- Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?
- Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?
- Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?
- Er rétt að evran verði að heita „euro“ í öllum aðildarríkjum ESB?