Spurning

Væri ekki sniðugt að sameina Evrópu í eitt lýðveldi? - Myndband

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Sameining Evrópu hefur oft verið á dagskrá í aldanna rás, oftast sem hugmynd en næst veruleikanum komst hún í Rómaveldi. Á síðari tímum má helst líta á Evrópusambandið sem tilraun til að stofna evrópskt stórríki og sumir halda því fram að það stefni í þá átt. En lítill áhugi virðist vera á slíku bæði hjá evrópskum almenningi og hjá flestum ráðamönnum. Sambandið hefur stækkað ört á tímabilinu 1990-2010 og aðildarríkin eru sundurleitari en áður. Fræðimenn eru yfirleitt þeirrar skoðunar að samstarf Evrópuríkjanna haldi áfram á svipaðri braut og síðustu tvo áratugina: vald í ýmsum málum verði sameiginlegt og yfirþjóðlegt, en þjóðríkin verði áfram mikilvægustu ríkiseiningar í álfunni.

This text will be replaced

Hægt er að lesa meira um Evrópusambandið og sögulegan samanburð í svari við spurningunni Væri ekki sniðugt að sameina Evrópu í eitt lýðveldi?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur15.3.2013

Tilvísun

Guðmundur Hálfdanarson. „Væri ekki sniðugt að sameina Evrópu í eitt lýðveldi? - Myndband“. Evrópuvefurinn 15.3.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64743. (Skoðað 9.12.2024).

Höfundur

Guðmundur Hálfdanarsonprófessor í sagnfræði við HÍ

Við þetta svar er engin athugasemd Fela