Spurning

Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru? - Myndband

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil sambandsins, evru, og mundi Ísland þurfa að gera það einnig ef við gerðumst aðili að sambandinu. Aðildarríkjum er á hinn bóginn í sjálfsvald sett hvenær þau gerast aðilar að gengissamstarfi Evrópu en tveggja ára þátttaka í því, án gengisfellingar, er eitt af svonefndum Maastricht-skilyrðum fyrir upptöku evru. Yfirstandandi efnahagsvandræði á evrusvæðinu eru besta sönnun þess hve mikilvægt er að ríki sem taka upp evruna séu vel undir það búin og taki skuldbindingar sínar alvarlega. Það eru ekki eingöngu hagsmunir viðkomandi ríkis heldur evrusvæðisins sem heildar.

This text will be replaced

Hægt er að lesa meira um möguleikann á inngöngu í Evrópusambandið án upptöku evru í svari við spurningunni Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur28.12.2012

Tilvísun

Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru? - Myndband“. Evrópuvefurinn 28.12.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64055. (Skoðað 29.3.2024).

Höfundur

Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum

Við þetta svar er engin athugasemd Fela