Spurning

Yfirþjóðlegt samstarf

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Samstarf aðildarríkja Evrópusambandsins er yfirþjóðlegt (e. supranational). Við inngöngu í sambandið framselja ríki stofnunum sambandsins hluta fullveldis síns. Aðildarríkin deila þannig fullveldi sínu á sviðum þar sem þau telja farsælla að setja reglur og móta stefnur sameiginlega heldur en hvert í sínu lagi.

Stofnanir sambandsins fara með valdheimildir aðildarríkjanna á þessum sviðum og hafa því það sem kallast yfirþjóðleg völd. Þannig getur Evrópuþingið og ráðið í sameiningu samþykkt löggjöf sem gengur framar landsrétti aðildarríkjanna og er bindandi fyrir ríkin jafnvel án þess að vera innleidd í landslög, sjá reglugerðir og tilskipanir. Ennfremur hafa dómar dómstóls Evrópusambandsins skuldbindingargildi í landsrétti aðildarríkjanna og á afmörkuðum sviðum fer framkvæmdastjórnin með stjórnvaldsheimildir ríkjanna, svo sem á sviði samkeppnismála.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur31.1.2012

Tilvísun

Evrópuvefur. „Yfirþjóðlegt samstarf“. Evrópuvefurinn 31.1.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61827. (Skoðað 17.6.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela